Ursula von der Leyen komin í Kænugarð

Úkraína | 2. febrúar 2023

Ursula von der Leyen komin í Kænugarð

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er komin í Kænugarð ásamt teymi embættismanna, degi áður en sameiginlegur leiðtogafundur Úkraínu og ESB hefst.

Ursula von der Leyen komin í Kænugarð

Úkraína | 2. febrúar 2023

Ursula von der Leyen er komin til Úkraínu.
Ursula von der Leyen er komin til Úkraínu. AFP/John Thys

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er komin í Kænugarð ásamt teymi embættismanna, degi áður en sameiginlegur leiðtogafundur Úkraínu og ESB hefst.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er komin í Kænugarð ásamt teymi embættismanna, degi áður en sameiginlegur leiðtogafundur Úkraínu og ESB hefst.

„Það er gott að vera komin aftur í Kænugarð, þetta er í fjórða skiptið sem að ég kem hingað frá því að innrás Rússa hófst,“ skrifaði von der Leyen á Twitter.

„ Við erum hingað samankomin til að sýna að Evrópusambandið stendur við bakið á Úkraínu og til að sýna enn frekari stuðning og samvinnu.“

mbl.is