Skreytingarnar í barnaafmælunum þykja óviðeigandi

Kardashian | 4. febrúar 2023

Skreytingarnar í barnaafmælunum þykja óviðeigandi

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Travis Scott héldu upp á afmæli barna sinna á dögunum. Í bæði fimm ára afmæli dóttur sinnar og eins árs afmæli sonar síns voru þau með þema sem fór illa ofan í fylgjendur þeirra.

Skreytingarnar í barnaafmælunum þykja óviðeigandi

Kardashian | 4. febrúar 2023

Kylie Jenner og Travis Scott voru með Astroworld-þema í afmælum …
Kylie Jenner og Travis Scott voru með Astroworld-þema í afmælum barna sinna.

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Travis Scott héldu upp á afmæli barna sinna á dögunum. Í bæði fimm ára afmæli dóttur sinnar og eins árs afmæli sonar síns voru þau með þema sem fór illa ofan í fylgjendur þeirra.

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Travis Scott héldu upp á afmæli barna sinna á dögunum. Í bæði fimm ára afmæli dóttur sinnar og eins árs afmæli sonar síns voru þau með þema sem fór illa ofan í fylgjendur þeirra.

Þemað var Astroworld og sækir innblástur í samnefnda plötu Astroworld. Hefur þemað verið gagnrýnt harðlega og það sagt vera óviðeigandi og taktlaust með tilliti til slyssins sem varð á tónlistarhátíðinni Astroworld árið 2021.

Tíu manns létust í troðningi á Astroworld sem fóru fram 5. nóvember það ár. Voru þau á aldrinum 9 til 27 ára.

Parið notaði Astroworld þemað fyrst í afmæli dóttur sinnar árið 2020. Þau notuðu það ekki á síðasta ári þegar aðeins fjórum mánuðum eftir að slysið varð á tónlistarhátíðinni.

„Hvar er virðingin?“ skrifar einn gagnrýnandi á Twitter. „Að Kylie haldi áfram að nota markaðsefni Astroworld í afmælum barna sinna hræðir mig smá,“ skrifaði annar. Sá þriðji ráðlagði þeim að prófa að velja eitthvað annað þema, nægur peningur væri til á heimilinu.

mbl.is