Þurfum fleiri stelpur með metnað og vilja

Dagmál | 4. febrúar 2023

Þurfum fleiri stelpur með metnað og vilja

„Ég er fyrst að viðurkenna það að mér fannst þetta erfitt,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Þurfum fleiri stelpur með metnað og vilja

Dagmál | 4. febrúar 2023

„Ég er fyrst að viðurkenna það að mér fannst þetta erfitt,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

„Ég er fyrst að viðurkenna það að mér fannst þetta erfitt,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Helena, sem er 34 ára gömul, er besta körfuboltakona sem Ísland hefur átt en hún hefur meðal annars leikið í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi á atvinnumannaferlinum.

Sara Rún Hinriksdóttir er eini leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem er eingöngu atvinnumaður í dag en hún leikur með Faenza í ítölsku A-deildinni.

„Þú þarft að vera sterkur og það er frábært að stelpur eins og Sara Rún séu að sýna þennan vilja til þess að spila körfubolta í hæsta gæðaflokki,“ sagði Helena.

„Við þurfum fleiri stelpur með þennan metnað og vilja ef við ætlum að gera eitthvað af viti og ef að landsliðið ætlar að gera einhverjar rósir,“ sagði Helena meðal annars.

Viðtalið við Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is