Jane Fonda hélt hún yrði ekki 30 ára vegna átröskunar

Andleg heilsa | 5. febrúar 2023

Jane Fonda hélt hún yrði ekki 30 ára vegna átröskunar

Leikkonan Jane Fonda er mikil goðsögn í líkamsræktarheiminum, en hún sló rækilega í gegn á níunda áratugnum með æfingaspólum sem hún gaf út. Þó Fonda hafi litið út fyrir að vera afar heilbrigð á yfirborðinu glímdi hún við alvarlega átröskun nær allan sinn feril. 

Jane Fonda hélt hún yrði ekki 30 ára vegna átröskunar

Andleg heilsa | 5. febrúar 2023

Leikkonan Jane Fonda glímdi við alvarlega átröskun allan sinn feril.
Leikkonan Jane Fonda glímdi við alvarlega átröskun allan sinn feril. Samsett mynd

Leikkonan Jane Fonda er mikil goðsögn í líkamsræktarheiminum, en hún sló rækilega í gegn á níunda áratugnum með æfingaspólum sem hún gaf út. Þó Fonda hafi litið út fyrir að vera afar heilbrigð á yfirborðinu glímdi hún við alvarlega átröskun nær allan sinn feril. 

Leikkonan Jane Fonda er mikil goðsögn í líkamsræktarheiminum, en hún sló rækilega í gegn á níunda áratugnum með æfingaspólum sem hún gaf út. Þó Fonda hafi litið út fyrir að vera afar heilbrigð á yfirborðinu glímdi hún við alvarlega átröskun nær allan sinn feril. 

Fonda kom nýlega fram í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy þar sem hún talaði opinskátt um baráttu sína við lotugræðgi. Átröskunin einkennist af óhóflegu áti í endurteknum lotum, en eftir hverja lotu er reynt að „hreinsa“ matinn út úr líkamanum, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. 

Lifði leynilegu lífi 

Einstaklingar sem glíma við lotugræðgi þjást bæði líkamlega og tilfinningalega af átröskuninni, en í þættinum lýsir Fonda því hvernig átröskunin tók algjörlega yfir líf hennar. 

„Þegar ég var komin á þrítugsaldurinn hóf ég leikaraferilinn. Ég þjáðist af mjög slæmri lotugræðgi og lifði leynilegu lífi. Ég var mjög, mjög óánægð. Ég gerði ráð fyrir að ég myndi ekki verða eldri en 30 ára. Ég fór ekki út og fór varla á stefnumót vegna þess hve óhamingjusöm ég var,“ útskýrði Fonda.

Hún segir óheilbrigðar venjur gagnvart mat hafa litið út fyrir að vera „saklausar“ í fyrstu, en átröskunin hafi hins vegar fljótt tekið yfir alla þætti lífs hennar. 

Pressa um útlit hafi ýtt undir röskunina

Fonda segist fljótt hafa orðið háð því að losa sig við matinn sem húnn innbyrgði, en hún lýsir átröskuninni sem afar einmanalegri. Þá hafi pressan frá Hollywood og fjölskyldu hennar ýtt undir röskunina í mörg ár, en Fonda hefur áður opnað sig um skaðlegt uppeldi þar sem allt snérist um útlit og það að léttast. 

„Ef ég held svona áfram, þá mun ég deyja“

Þegar Fonda var komin á fertugsaldurinn fór henni að líða verr og verr. „Ég hugsaði: Ef ég held svona áfram, þá mun ég deyja. 

Á þeim tíma áttaði Fonda sig ekki á því að hún væri með átröskun og vissi ekki af hjálpinni sem var í boði, enda hafi ekki verið umræða um það í samfélaginu. „Þetta var mjög erfitt, en staðreyndin er sú að því meiri fjarlægð sem þú getur sett á milli þín og síðasta ofáts, því betra er það. Þetta verður auðveldara og auðveldara,“ útskýrði hún. 

mbl.is