Þessu skal pakka fyrir langar flugferðir

Ferðaráð | 5. febrúar 2023

Þessu skal pakka fyrir langar flugferðir

Flug er ekki það sama og flug. Það vita þau sem hafa farið í yfir tíu klukkustunda löng flug til framandi áfangastaða. Þarfirnar breytast þegar flugferðirnar eru lengri en sex klukkustundir og þá er gott að vera vel útbúinn.

Þessu skal pakka fyrir langar flugferðir

Ferðaráð | 5. febrúar 2023

Það er eitt og annað sem er nauðsynlegt að taka …
Það er eitt og annað sem er nauðsynlegt að taka með í langa flugferð. Samsett mynd

Flug er ekki það sama og flug. Það vita þau sem hafa farið í yfir tíu klukkustunda löng flug til framandi áfangastaða. Þarfirnar breytast þegar flugferðirnar eru lengri en sex klukkustundir og þá er gott að vera vel útbúinn.

Flug er ekki það sama og flug. Það vita þau sem hafa farið í yfir tíu klukkustunda löng flug til framandi áfangastaða. Þarfirnar breytast þegar flugferðirnar eru lengri en sex klukkustundir og þá er gott að vera vel útbúinn.

Ferðavefurinn tók saman nokkra hluti sem er gott að hafa meðferðis í löngum flugferðum.

Aðgengileg taska

Þegar maður fer í styttra flug er auðvelt að komast upp með að vera bara með bakpoka. Í lengri flugferðum er betra að vera með almennilega litla tösku sem er hægt að opna og loka auðveldlega. Passaðu þó að hún sé ekki of stór því síðasta sem þú vilt lenda í er að þurfa að innrita hana á síðustu stundu því hún passar ekki. Gott er ef taskan er með þægilegum hólfum að utan sem auðvelt er að nálgast.

Föt til skiptanna

Í þessa tösku er gott að pakka auka fötum til skiptanna, ekki bara ef taskan sem þú innritaðir týndist, heldur líka ef þig langar til að skipta um föt í fluginu. Ýmislegt getur komið fyrir á 10 til 12 klukkustundum og því er gott að vera með föt til skiptanna.

Minni taska með nauðsynjum

Týpan sem stendur 300 sinnum upp í flugi er pirrandi og því er gott að vera með helstu nauðsynjar við höndina í minni tösku. Í honum er gott að hafa vegabréf, öll skjöl sem tengjast ferðalaginu, veskið, lykla, síma, hleðslutæki og smá narsl.

Ferðakoddi

Flest reyna að leggja sig aðeins í svona löngum flugferðum, eða koma sér vel fyrir með bók eða bíómynd. Þægilegur ferðakoddi getur gert langt ferðalag mun bærilegri.

Hleðslubanki

Hægt er að hlaða raftæki í flestum flugsætum. Það er þó ekki þar með sagt að USB-tengið virki eða sé aðgengilegt. Því er gott að vera með auka hleðslubanka til að lifa ferðina af.

Tannbursti

Það er ofboðslega gott að vera með tannbursta og tannkrem með í handfarangri. Þá ertu við öllu búinn, bæði ef þú færð skrítna máltíð um borð eða ef taskan þín reynist glötuð við lendingu.

Spritt

Í heimsfaraldrinum vöndumst því að spritta okkur í tíma og ótíma. Á ferðalögum er gott að vera með spritt með sér því það er fátt leiðinlegra en að verða lasinn í fríi. Svo er veiran skæða enn á ferðalagi um heiminn .

mbl.is