„Bullandi mikið af pestum hér eins og annars staðar“

Kórónuveiran Covid-19 | 6. febrúar 2023

„Bullandi mikið af pestum hér eins og annars staðar“

„Kannski þökk sé Covid þá erum við sem samfélag almennt vel upplýst og viljum taka ábyrgar ákvarðanir,“ segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), í samtali við mbl.is.

„Bullandi mikið af pestum hér eins og annars staðar“

Kórónuveiran Covid-19 | 6. febrúar 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupsstað.
Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupsstað. mbl.is/Sigurður Bogi

„Kannski þökk sé Covid þá erum við sem samfélag almennt vel upplýst og viljum taka ábyrgar ákvarðanir,“ segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), í samtali við mbl.is.

„Kannski þökk sé Covid þá erum við sem samfélag almennt vel upplýst og viljum taka ábyrgar ákvarðanir,“ segir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), í samtali við mbl.is.

Íbúar á Djúpa­vogi frestuðu þorrablóti sínu um tvær vikur fyrir helgi vegna veikinda í bæjarfélaginu. 

Pétur segir að þorrablótsnefndin hafi tekið ákvörðunina meðal annars í samráði við HSA.

„Vonandi hafa þau ráð verið meiri hjálp en fjötur,“ segir hann en í síðustu viku var einnig greint frá því að mik­il veik­indi voru hjá skóla­börn­um og starfsmönnum skólans í bæn­um. Þar á meðal greindust nokkrir með Covid-19. 

„Covid er auðvitað í samfélaginu okkar öllu, þá er ég ekki bara með Austurland undir heldur Ísland. En Covid er auðvitað ekki núna eins og Covid var,“ segir Pétur og nefnir í því samhengi bólusetningar. 

Ekki vitað umfang Covid-smita

Hann segir að mikið af pestum séu í gangi, þar á meðal á Djúpavogi.

„Það er bullandi mikið af pestum hér eins og annars staðar,“ segir hann og bætir við að því sé mikið álag á HSA um þessar mundir. 

Pétur nefnir að ekki endilega sé vitað til um umfang Covid-smita þar sem flestir eru að greina sig sjálfir með heimaprófi en ekki í sýnatöku á heilsugæslu. 

„Það góða við þau Covid-tilfelli sem við höfum haft þarna undanfarið er að ég veit ekki til þess að neinn hafi orðið alvarlega veikur.“ 

Pétur nefnir að ekki endilega sé vitað til um umfang …
Pétur nefnir að ekki endilega sé vitað til um umfang Covid-smita þar sem flestir eru að greina sig sjálfir með heimaprófi en ekki í sýnatöku á heilsugæslu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rifja upp lærdóm faraldursins

Pétur segir allan gang á því hversu langvinnar pestirnar séu. 

„Allt frá því að vera venjulegt kvef sem er ekkert endilega voðalega erfitt, en svo líka erum við auðvitað með þessi Covid-tilfelli sem við vitum minnst af – eins og ég segi – en hafa í aðalatriðum ekki ollið alvarlegum veikindum. Síðan er eitthvað af inflúensu og svo er auðvitað eitthvað af streptó­kokk­a-tilfellum,“ segir hann og bætir við að það sé sama staðan og er á landinu öllu. 

Pétur segir að lokum að fólk sé meðvitaðra um að halda sig heima ef það er veikt og huga að eigin smitvörnum.

„Mér finnst fólk vera að reyna gera það sem að við lærðum öll í Covid,“ segir hann og bætir við að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin. 

„Það er gott fyrir okkur öll að rifja það upp sem við lærðum í Covid.“

mbl.is