Rafbílaflotinn margfaldast á næstu árum

Dagmál | 6. febrúar 2023

Rafbílaflotinn margfaldast á næstu árum

Framkvæmdastjóri Öskju býst við að rafbílafloti landsmanna verði kominn yfir hundrað þúsund bíla árið 2030. Jón Trausti Ólafsson segir að til þess að ná þessu markmiði þurfi að selja tólf þúsund bíla á ári. Hann hefur fulla trú á að það gerist.

Rafbílaflotinn margfaldast á næstu árum

Dagmál | 6. febrúar 2023

Framkvæmdastjóri Öskju býst við að rafbílafloti landsmanna verði kominn yfir hundrað þúsund bíla árið 2030. Jón Trausti Ólafsson segir að til þess að ná þessu markmiði þurfi að selja tólf þúsund bíla á ári. Hann hefur fulla trú á að það gerist.

Framkvæmdastjóri Öskju býst við að rafbílafloti landsmanna verði kominn yfir hundrað þúsund bíla árið 2030. Jón Trausti Ólafsson segir að til þess að ná þessu markmiði þurfi að selja tólf þúsund bíla á ári. Hann hefur fulla trú á að það gerist.

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir ljóst að allt stefni í þá átt að rafbílaflotinn nái þessari stærð á næsta áratug. Hann segist ekki átta sig á því hvort því marki verði náð árið 2030 eða 2035.

Úlfar og Jón Trausti eru gestir Dagmála í dag og ræða þar bílamarkaðinn og rafbílavæðingu. Ýmsar áskoranir eru fram undan þegar kemur rafbílum. Hröð tækniþróun gefur góð fyrirheit að mati þeirra beggja en margvíslegum spurningum þarf að svara og þá ekki síst þegar kemur að stjórnvöldum.

Íslendingar hafa sigið niður listann yfir þær þjóðir sem eiga flesta bíla miðað við höfðatölu en engu að síður erum við enn mikil bílaþjóð á heimsvísu.

Í Dagmálaþætti dagsins eru einnig ræddar hugmyndir um gjaldtöku ríkisins inn í framtíðina í ljósi þeirra breytinga á markaðnum sem stækkandi floti rafbíla veldur.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is