Reykjavík hafi fallið mest allra borga

Húsnæðismarkaðurinn | 6. febrúar 2023

Reykjavík hafi fallið mest allra borga

Reykjavíkurborg hefur á undanliðnum árum staðist illa samanburð við aðrar erlendar borgir þegar kemur að samkeppnishæfni og lífvænleika, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Reykjavík hafi fallið mest allra borga

Húsnæðismarkaðurinn | 6. febrúar 2023

Hildur Björnsdóttir, odd­viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir sveitastjórnarkosningarnar síðasta vor.
Hildur Björnsdóttir, odd­viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir sveitastjórnarkosningarnar síðasta vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkurborg hefur á undanliðnum árum staðist illa samanburð við aðrar erlendar borgir þegar kemur að samkeppnishæfni og lífvænleika, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Reykjavíkurborg hefur á undanliðnum árum staðist illa samanburð við aðrar erlendar borgir þegar kemur að samkeppnishæfni og lífvænleika, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þar segir að á síðasta ári hafi Reykjavíkurborg fallið niður um 25 sæti á lista Economist yfir lífvænleika borga og að engin önnur borg í Evrópu hafi fallið með viðlíka hætti. Reykjavík sé nú í 48. sæti á listanum.

Sama saga er sögð af lista IESE yfir öflug borgarsamfélög. Á árunum 2015 til 2019 hafi Reykjavík mælst meðal efstu fimm borga á listanum en hafi nú hrapað niður í 33. sæti listans.

Samgöngur og húsnæðismarkaður sé ábótavant

Vitnað er í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í tilkynningunni en hún segir að Reykjavík mælist almennt hátt hvað varðar jafnrétti kynjanna og öruggt samfélag, sem hvoru tveggja sé tekið til skoðunar.

„Hins vegar virðist borgin koma illa út hvað varðar fjölbreyttar greiðar samgöngur, heilbrigðan húsnæðismarkað og fjölbreytta kosti í skólamálum, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Hildur.

Á borgarstjórnarfundi á morgun, þriðjudag, mun fara fram umræða um samkeppnishæfni Reykjavíkurborgar.

mbl.is