Úkraína fær þúsund milljarða frá Noregi

Úkraína | 6. febrúar 2023

Úkraína fær þúsund milljarða frá Noregi

Ríkisstjórn Noregs er að undirbúa fimm ára neyðaraðstoðarpakka til Úkraínu upp á 75 milljarða norskra króna, eða um eitt þúsund milljarða íslenskra króna.

Úkraína fær þúsund milljarða frá Noregi

Úkraína | 6. febrúar 2023

Jonas Gahr Store (til vinstri) ásamt Trygve Magnus Slagsvold Vedum, …
Jonas Gahr Store (til vinstri) ásamt Trygve Magnus Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs, á blaðamannafundinum í morgun. AFP/Rodrigo Freitas/NTB

Ríkisstjórn Noregs er að undirbúa fimm ára neyðaraðstoðarpakka til Úkraínu upp á 75 milljarða norskra króna, eða um eitt þúsund milljarða íslenskra króna.

Ríkisstjórn Noregs er að undirbúa fimm ára neyðaraðstoðarpakka til Úkraínu upp á 75 milljarða norskra króna, eða um eitt þúsund milljarða íslenskra króna.

Önnur lönd sem stríðið í Úkraínu hefur haft áhrif á fá einnig neyðaraðstoð frá Norðmönnum.

„Við leggjum til að Noregur leggi fram bindandi framlag til langs tíma til Úkraínu,“ sagði Jonas Gahr Store, forsætisráðherra Noregs, á blaðamannafundi.

„Við leggjum til að 15 milljörðum króna [norskra] verði veitt á ári til Úkraínu í fimm ár, eða 75 milljörðum króna,“ bætti hann við.

Reiknað er með því að pakkinn verði notaður í mannúðar- og hernaðaraðstoð í Úkraínu.

mbl.is