Fetar í fótspor systur sinnar

Áhrifavaldar | 8. febrúar 2023

Fetar í fótspor systur sinnar

Zoe Hague fetaði á dögunum í fótspor systur sinnar, Love Island-stjörnunnar Molly-Mae Hague, þegar hún skrifaði undir samning við fatamerkið Pretty Little Things. Molly starfar sem listrænn stjórnandi hjá vörumerkinu, en systir hennar landaði bæði Instagram og Youtube samningi við fatamerkið. 

Fetar í fótspor systur sinnar

Áhrifavaldar | 8. febrúar 2023

Systurnar Zoe og Molly-Mae Hague.
Systurnar Zoe og Molly-Mae Hague. Skjáskot/Instagram

Zoe Hague fetaði á dögunum í fótspor systur sinnar, Love Island-stjörnunnar Molly-Mae Hague, þegar hún skrifaði undir samning við fatamerkið Pretty Little Things. Molly starfar sem listrænn stjórnandi hjá vörumerkinu, en systir hennar landaði bæði Instagram og Youtube samningi við fatamerkið. 

Zoe Hague fetaði á dögunum í fótspor systur sinnar, Love Island-stjörnunnar Molly-Mae Hague, þegar hún skrifaði undir samning við fatamerkið Pretty Little Things. Molly starfar sem listrænn stjórnandi hjá vörumerkinu, en systir hennar landaði bæði Instagram og Youtube samningi við fatamerkið. 

Zoe, sem er 26 ára gömul, er fjórum árum eldri en Molly. Systurnar eiga ansi ólíkan feril að baki, en Zoe starfaði við læknadeild breska hersins á meðan Molly landaði samningi við Pretty Little Things eftir að hafa komið fram í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island, árið 2019. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

Systurnar sagðar spenntar fyrir samstarfi

Fylgjendum Zoe á samfélagsmiðlum hefur fjölgað gífurlega í kjölfar vinsælda systur hennar, en Molly er með yfir 7 milljónir fylgjenda á Instagram. Nú eru fylgjendur Zoe orðnir um 200 þúsund talsins, en hún ætlar að feta í fótspor systur sinnar og taka sín fyrstu skref í áhrifavaldaheiminum með vörumerkinu. 

„Þetta var aldrei spurning. Vinnusamband Molly við Pretty Little Things hefur gengið vonum framar og nú vonast þeir til að endurtaka leikinn með Zoe. Systurnar eru spenntar fyrir samstarfi og vilja byggja vörumerki sitt upp sem fjölskylda, sem gæti skilað þeim milljónum,“ sagði heimildamaður Daily Mail í vikunni. 

mbl.is