Hætta að ræða um útlendingafrumvarpið

Alþingi | 8. febrúar 2023

Hætta að ræða um útlendingafrumvarpið

Píratar segja meirihluta Alþingis vera í stríði gegn mannréttindum og hafa lokið umræðu um útlendingafrumvarp Jón Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Þtta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Hætta að ræða um útlendingafrumvarpið

Alþingi | 8. febrúar 2023

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, er ein þeirra sem …
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, er ein þeirra sem hefur rætt frumvarpið hvað mest. mbl.is/Hákon

Píratar segja meirihluta Alþingis vera í stríði gegn mannréttindum og hafa lokið umræðu um útlendingafrumvarp Jón Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Þtta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Píratar segja meirihluta Alþingis vera í stríði gegn mannréttindum og hafa lokið umræðu um útlendingafrumvarp Jón Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Þtta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verið mikið rætt á þingi síðan það var lagt fyrir á síðasta ári og hafa þingmenn Pírata rætt málið mest allra. Píratar hafa meðal annars verið sakaðir um málþóf og um að tefja málið.

Standist ekki gagnvart stjórnarskrá

Í tilkynningunni ítreka Píratar að frumvarpið feli í sér miklar skerðingar á mannréttindum fólks á flótta. 

„Þrátt fyrir að frumvarpið hafi hlotið alvarlega gagnrýni frá umsagnaraðilum hefur stjórnarmeirihlutinn á þingi ákveðið að hafa málið áfram í forgangi á kostnað annarra mála, í stað þess að hlusta á gagnrýnina og gera umbætur á frumvarpinu, eða draga það til baka, en dagskrárvaldið er í höndum meirihlutans,“ segir í tilkynningunni.

Píratar hafa nú ákveðið að ljúka umræðu sinni um málið en hvetja ríkisstjórnina til að standa vörð um stjórnarskrána. 

Gagnrýna ráðherra

„Ákvæði frumvarpsins hafa hlotið alvarlega gagnrýni umsagnaraðila fyrir að kveða á um að svipta fólki á flótta heilbrigðisþjónustu, húsnæði og annarri aðstoð undir vissum kringumstæðum, að skerða rétt til fjölskyldusameiningar og þannig aðskilja fjölskyldur á flótta.“

Að lokum gagnrýna Píratar að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafi ekki tekið þátt í umræðu um málið þrátt fyrir síendurteknar tilraunir Pírata til að kalla eftir viðveru þeirra.

Þá harma þeir að allar tillögur um úrbætur á frumvarpinu hafi ekki verið teknar til greina af stjórnarmeirihlutanum.

mbl.is