Þetta eru mannasiðirnir sem þú þarft að kunna

Andleg heilsa | 8. febrúar 2023

Þetta eru mannasiðirnir sem þú þarft að kunna

Sérfræðingar í mannasiðum eru sammála um mikilvægi þess að haga sér vel í félagslegum kringumstæðum. Margt hefur breyst eftir heimsfaraldur og fólk reiðir sig meira á tæknina. Þá þarf að hafa í huga að enn gilda ákveðnar reglur í samskiptum fólks eins og til dæmis að taka úr sér heyrnartólin þegar talað er við aðra.

Þetta eru mannasiðirnir sem þú þarft að kunna

Andleg heilsa | 8. febrúar 2023

Hvernig væri að gefa símanum smá pásu og taka úr …
Hvernig væri að gefa símanum smá pásu og taka úr sér heyrnartólin? Ljósmynd/Samsett

Sérfræðingar í mannasiðum eru sammála um mikilvægi þess að haga sér vel í félagslegum kringumstæðum. Margt hefur breyst eftir heimsfaraldur og fólk reiðir sig meira á tæknina. Þá þarf að hafa í huga að enn gilda ákveðnar reglur í samskiptum fólks eins og til dæmis að taka úr sér heyrnartólin þegar talað er við aðra.

Sérfræðingar í mannasiðum eru sammála um mikilvægi þess að haga sér vel í félagslegum kringumstæðum. Margt hefur breyst eftir heimsfaraldur og fólk reiðir sig meira á tæknina. Þá þarf að hafa í huga að enn gilda ákveðnar reglur í samskiptum fólks eins og til dæmis að taka úr sér heyrnartólin þegar talað er við aðra.

Það sem fólk á að gera:

1. Halda dyrunum opnum fyrir alla

Í gamla daga voru það karlar sem héldu dyrunum opnum fyrir konur. Í dag eiga allir að halda dyrum opnum fyrir alla. Það er bara kurteisi.

2. Nota rétt fornöfn

Mörgum finnst umræðan um rétt persónufornöfn eilítið framandi. En það er um að gera að vera í takt við tímann og þá sérstaklega þegar fólk á í samskiptum við fólk hvaðanæva að úr heiminum. Í tölvupóstsamskiptum er stundum óljóst hvort viðkomandi sé karl- eða kvenkyns. Allir ættu því að hafa viðeigandi fornöfn í undirskrift sinni. Það er betra en að ávarpa fólk óvart með röngu fornafni.

3. Þakkarbréf af gamla skólanum

Það tekur enga stund að skrifa þakkarbréf og þau eru meira virði nú á dögum þegar fólk er hætt að senda póst. Ef þú hefur ekki tíma til að senda gamaldags þakkarbréf þá skaltu alltaf senda skilaboð og þakka fyrir þig. Þakklæti dettur aldrei úr tísku og fær mann til þess að líða vel.

4. Bættu samskiptahæfni þína

Allir reiða sig á tæknina og það getur bitnað á almennum samskiptahæfileikum. Þá eru sérfræðingar sammála um að allir samfélagsmiðlarnir hafi gert fólk sjálfmiðaðra.

Eftir heimsfaraldur erum við öll ryðguð þegar kemur í að lesa líkamstjáningu fólks og því að halda uppi samræðum og augnsambandi. Þá erum við einnig verri í því að fitja upp á umræðuefnum.

Það er lykilatriði að sýna hinni manneskjunni einlægan áhuga. Ef hún segir þér frá deginum sínum, þá skaltu ekki fara beint í að tala um þinn dag heldur spyrja nánar út í það sem þau voru að segja frá. 

Ljósmynd/Unsplash

5. Vertu fínn í vinnunni

Allir vöndust jogging gallanum í heimsfaraldrinum þegar það var að vinna heima. Nú eru breyttir tímar og fólk þarf að huga að klæðarburðinum í vinnunni. Ef þú ert ekki viss um hvernig best er að klæða sig þá skaltu fylgjast með því hvernig aðrir klæða sig. Þú vilt líka alltaf vera sá snyrtilegi og vel til hafður.

Enginn vill tala við einhvern sem er alltaf að tékka …
Enginn vill tala við einhvern sem er alltaf að tékka á símanum sínum. Fólk þarf að sýna einlægan áhuga. Unsplash.com

6. Ekki alltaf vera að kíkja á símann

Tækninni hefur fleygt fram gríðarlega á skömmum tíma. Fólk er enn að venjast símanum sem fylgir þeim hvert sem er. Það er fátt leiðinlegra en að eiga í samskiptum við fólk sem er stöðugt að kíkja í símann sinn. Vonandi fer fólk að læra það að það má sleppa að kíkja á símann í lengri tíma.

7. Ekki ætlast til þess að fólk hlusti á talskilaboð strax

Margir kjósa að senda hljóðrituð skilaboð. Sérfræðingar í mannasiðum benda þó á að það sé ekki alltaf ákjósanlegt. Forðast á að senda slík skilaboð til fólks sem maður þekkir lítið. Þá þarf að taka tillit til þess að ekki geta allir verið í aðstæðum til þess að hlusta á skilaboðin. Gott er að senda fyrst skrifuð skilaboð sem gefur til kynna innihaldið eins og t.d. „um fundinn á morgun“ eða „ekki mikilvægt“ og ekki búast við svari undireins. Þá eiga slík skilaboð að vera stutt og hnitmiðuð.

8. Ekki fara frá borði fyrr en allir eru búnir

Það er almenn kurteisi að sitja við matarborðið uns allir eru búnir með máltíðina. Ef maður þarf á klósettið þá er rétti tíminn eftir aðalrétt og á undan eftirréttinum.

9. Taka úr sér heyrnartólin

Það er almenn kurteisi að taka heyrnartól úr eyrunum ef maður er að tala við aðra. Sama á við um sólgleraugu, maður fjarlægir þau þegar maður á í samskiptum við fólk.

Ljósmynd/Unsplash
mbl.is