80 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti flutt inn

Úkraína | 9. febrúar 2023

80 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti flutt inn

Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt til Íslands frá Úkraínu á síðasta ári. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem kjúklingur er fluttur hingað til lands frá Úkraínu, að því er Bændablaðið greinir frá.

80 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti flutt inn

Úkraína | 9. febrúar 2023

Kjúklingakjöt.
Kjúklingakjöt.

Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt til Íslands frá Úkraínu á síðasta ári. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem kjúklingur er fluttur hingað til lands frá Úkraínu, að því er Bændablaðið greinir frá.

Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt til Íslands frá Úkraínu á síðasta ári. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem kjúklingur er fluttur hingað til lands frá Úkraínu, að því er Bændablaðið greinir frá.

Kjúklingnum er meðal annars pakkað í umbúðir frá íslenskri kjötvinnslu.

Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fól í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu var samþykkt í júní síðastliðnum. ESB hafði áður afnumið tolla á úkraínskar vörur en sá fyrirvari var þar á að ef innflutt tollfrjáls vara var til þess fallin að valda framleiðendum í ESB tjóni væri heimilt að afturkalla niðurfellingu hvenær sem er. Engir slíkir fyrirvarar voru íslensku lögunum, að sögn Bændablaðsins, sem bendir á að bændur hafi lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins.

„Ekki er talið lík­legt að flutt verði inn kjúk­linga­kjöt eða egg þar sem flutn­ings­vega­lengd er mik­il," sagði í greinargerð með frumvarpinu. 

Ýmsar áhyggjur

„Við höfum áhyggjur af því að þetta kjöt komi frá vinnslum sem lúta ekki sömu heilbrigðiskröfum og þekkjast hér og í Evrópusambandinu. Við höfum áhyggjur af mikilli sýklalyfjanotkun og enn fremur hvernig staðið er að framleiðslunni með tilliti til dýravelferðar og sjúkdómsvaldandi örvera,“ er haft eftir Guðmundi Svavarssyni, formanni deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum.

Bætir hann við að m.a. standi fyrirtæki í eigu stórrar afurðastöðvar í eigu bænda á bak við innflutninginn og að afar umhugsunarvert sé að látið sé í það skína að kjúklingurinn sé íslenskur.

mbl.is