Leynivopn konungsfjölskyldunnar?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. febrúar 2023

Leynivopn konungsfjölskyldunnar?

Á undanförnum vikum hefur Katrín prinsessa af Wales verið miðpunktur athyglinnar í bresku konungsfjölskyldunni.

Leynivopn konungsfjölskyldunnar?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 9. febrúar 2023

Er Katrín prinsessa af Wales leynivopn bresku konungsfjölskyldunnar?
Er Katrín prinsessa af Wales leynivopn bresku konungsfjölskyldunnar?

Á undanförnum vikum hefur Katrín prinsessa af Wales verið miðpunktur athyglinnar í bresku konungsfjölskyldunni.

Á undanförnum vikum hefur Katrín prinsessa af Wales verið miðpunktur athyglinnar í bresku konungsfjölskyldunni.

Katrín hefur varla verið heima hjá sér síðustu vikur heldur verið úti um hvippinn og hvappinn, sinnt hverju góðgerðarmálinu á fætur öðru og hafið árvekniátak til að vekja athygli á mikilvægi fyrstu árunum í lífi barna.

Á sama tíma og mágur hennar, Harry Bretaprins, gaf út bók sína Spare gekk Katrín frá ráðningu Alison Corfield og verður hún einkaritari Katrínar. Corfield er sérfræðingur í markaðssetningu og verður hægri hönd Katrínar.

Áhrifin eru mögulega strax farin að sjást þar sem um 60% bresku þjóðarinnar líta jákvæðum augum á prinsessuna.

Tromp í buxnadragt

Það var á brattann að sækja fyrir bresku konungsfjölskylduna eftir útgáfu bókar Harrys, en í henni skaut hann föstum skotum að fjölskyldu sinni. Höllin svaraði þó engu um þær fullyrðingar sem komu fram í bókinni. Heldur virðist fjölskyldan hafa dregið fram tromp úr erminni, Katrínu prinsessu.

Um fimm mánuðir eru síðan Katrín fékk nýjan titil og hætti að vera hertogaynjan af Cambrigde. Nú er hún prinsessan af Wales, og eiginkona ríkisarftakans Vilhjálms Bretaprins.

Katrín prinsessa klæddist rauðri buxnadragt þegar hún kynnti nýtt átak.
Katrín prinsessa klæddist rauðri buxnadragt þegar hún kynnti nýtt átak. AFP

Á síðustu vikum hefur Katrín skipt út kápukjólum sem hún sást gjarnan í og hefur frekar valið að klæðast drögtum, oft í áberandi litum. Þegar hún ýtti úr vör árvekniátakinu Shaping Us klæddist hún til dæmis rauðri buxnadragt. Breytingin þykir til marks um að nú ætli Katrín að taka sér pláss á öðrum forsendum, nú sé hún alvörugefnari.

Síðasta haust var Katrín mikið í kápukjólum, sem nú hafa …
Síðasta haust var Katrín mikið í kápukjólum, sem nú hafa fengið smá frí frá sviðsljósinu. AFP
mbl.is