Var edrú í janúar og kemst nú í minni buxur

Edrúland | 9. febrúar 2023

Var edrú í janúar og kemst nú í minni buxur

Leik- og sjónvarpskonan Valerie Bertinelli ákvað að hætta að drekka áfengi í janúar, taka svokallaðan edrú janúar, til að bæta heilsuna. Virkaði það vel fyrir Bertinelli að drekka ekki áfengi í mánuði því á þeim tíma minnkaði mittismálið.

Var edrú í janúar og kemst nú í minni buxur

Edrúland | 9. febrúar 2023

Valerie Bertinelli.
Valerie Bertinelli. Skjáskot/Instagram

Leik- og sjónvarpskonan Valerie Bertinelli ákvað að hætta að drekka áfengi í janúar, taka svokallaðan edrú janúar, til að bæta heilsuna. Virkaði það vel fyrir Bertinelli að drekka ekki áfengi í mánuði því á þeim tíma minnkaði mittismálið.

Leik- og sjónvarpskonan Valerie Bertinelli ákvað að hætta að drekka áfengi í janúar, taka svokallaðan edrú janúar, til að bæta heilsuna. Virkaði það vel fyrir Bertinelli að drekka ekki áfengi í mánuði því á þeim tíma minnkaði mittismálið.

„Okei, þetta er frekar góð hliðarverkun af edrú janúar. Þessar gallabuxur sem ég er í, þær voru svo þröngar fyrir nokkrum mánuðum að ég gat ekki hneppt þeim þægilega,“ sagði Bertinelli í myndbandi á TikTok.

„Núna eru þær svo víðar að ég þarf að fara finna mér buxur í minni stærð. Já ég er ánægð með þessa hliðarverkun,“ sagði Bertinelli.

Bertinelli hefur talað opinskátt um holdafar sitt og tilraunir sína til að bæta heilsuna. Þá hefur hún tjáð sig um hversu erfitt hún eigi með líkamsímynd sína.

@realwolfiesmom

Nice side effect 👖😛

♬ original sound - Valerie
mbl.is