90 skjálftar síðan hrinan hófst

Eldgos á Reykjanesskaga | 11. febrúar 2023

90 skjálftar síðan hrinan hófst

Frá miðnætti hafa 22 jarðskjálftar orðið vestur af Reykjanestá. Sá stærsti mældist 2,5 stig klukkan 1.15 í nótt.

90 skjálftar síðan hrinan hófst

Eldgos á Reykjanesskaga | 11. febrúar 2023

22 jarðskjálftar hafa orðið á svæðinu frá miðnætti.
22 jarðskjálftar hafa orðið á svæðinu frá miðnætti. Kort/Veðurstofa Íslands

Frá miðnætti hafa 22 jarðskjálftar orðið vestur af Reykjanestá. Sá stærsti mældist 2,5 stig klukkan 1.15 í nótt.

Frá miðnætti hafa 22 jarðskjálftar orðið vestur af Reykjanestá. Sá stærsti mældist 2,5 stig klukkan 1.15 í nótt.

Að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, eru skjálftarnir í heild sinni orðnir 90 frá því að skjálftahrinan hófst í gærkvöldi, þar af fimm yfir 3 að stærð.

„Það er að draga úr virkninni hægt og rólega núna,“ segir Lovísa Mjöll og bætir við að ekki sé óalgengt að fá skjálfta af þessari stærð á þessum slóðum.

Hún segir ekki hægt að bera skjálftana saman við þá sem urðu hjá Fagradalsfjalli því þessir hafi orðið í öðru kerfi.

Áfram verður fylgst með framvindu mála en allt lítur út fyrir að um hefðbundna virkni sé að ræða.

mbl.is