Hrekur staðhæfingar Meghan með faðmlagi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. febrúar 2023

Hrekur staðhæfingar Meghan með faðmlagi

Katrín prinsessa af Wales hefur verið dugleg að faðma fólk í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira en oft áður.

Hrekur staðhæfingar Meghan með faðmlagi

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. febrúar 2023

Katrín prinsessa faðmar hér innilega fyrrum kennara sinn.
Katrín prinsessa faðmar hér innilega fyrrum kennara sinn. AFP

Katrín prinsessa af Wales hefur verið dugleg að faðma fólk í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira en oft áður.

Katrín prinsessa af Wales hefur verið dugleg að faðma fólk í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira en oft áður.

Breskir fjölmiðlar telja að þessi faðmlög séu leið Katrínar til þess að hrekja staðhæfingar Meghan í Netflix-þáttunum Harry & Meghan um að hún og Vilhjálmur prins vilji síður faðma fólk.

Meghan sagðist á sínum tíma ekki hafa áttað sig á að formlegheit konungsmeðlimanna væru ekki bara út á við heldur héldu áfram bak við luktar dyr. 

„Jafnvel þegar Vilhjálmur og Katrín komu í heimsókn og ég var að hitta hana í fyrsta sinn. Ég man að ég var berfætt í rifnum gallabuxum. Ég er faðmari og hef alltaf verið það. Ég áttaði mig ekki á að það væri mjög stuðandi fyrir marga Breta.“

Nú sýnir Katrín í verki að hún hikar ekki við að faðma fólk. Á dögunum fóru þau Vilhjálmur í heimsókn til Cornwall þar sem hún hitti fyrrverandi kennara sinn og faðmaði hann innilega. Þá heilsaði hún einnig afrekskonunni Preet Chandi með faðmlagi og var sú mynd birt á samfélagsmiðlum hjónanna. 

Margir álíta að Katrín sé að blása á sögur Meghan …
Margir álíta að Katrín sé að blása á sögur Meghan um að hún sé lítið gefin fyrir faðmlög. AFP
Katrín prinsessa hitti afrekskonuna Preet Chandi og faðmaði hana innilega.
Katrín prinsessa hitti afrekskonuna Preet Chandi og faðmaði hana innilega. AFP
mbl.is