Tryllast yfir klæðnaði Sams Smiths

Fatastíllinn | 13. febrúar 2023

Tryllast yfir klæðnaði Sams Smiths

Bresku tónlistarverðlaunin voru veitt hinn 11. febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Þangað mætti hver stórstjarnan á eftir annarri og kepptist um að eiga eftirminnilegasta útlitið á rauða dreglinum. 

Tryllast yfir klæðnaði Sams Smiths

Fatastíllinn | 13. febrúar 2023

Sam Smith mætti á rauða dregilinn í latexgalla eftir fatahönnuðinn …
Sam Smith mætti á rauða dregilinn í latexgalla eftir fatahönnuðinn Harri. AFP

Bresku tónlistarverðlaunin voru veitt hinn 11. febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Þangað mætti hver stórstjarnan á eftir annarri og kepptist um að eiga eftirminnilegasta útlitið á rauða dreglinum. 

Bresku tónlistarverðlaunin voru veitt hinn 11. febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Lundúnum. Þangað mætti hver stórstjarnan á eftir annarri og kepptist um að eiga eftirminnilegasta útlitið á rauða dreglinum. 

Í ár er óhætt að segja að Sam Smith hafi tekist sérlega vel að fanga athyglina á rauða dreglinum, enda hafa netverjar talað um lítið annað en latexgalla Smiths á samfélagsmiðlum síðustu sólarhringa. 

Á tónlistarverðlaununum klæddist Smith svörtum latexgalla með uppblásnum hand- og fótleggjum eftir fatahönnuðinn Harikrishnan Keezhathil Surendran Pilla, betur þekktan sem Harri. Gallinn nær upp í háls, en af myndum að dæma virðast latexhanskar og hælaskór vera fastir við gallann. 

Gallinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli á samfélagsmiðlum, enda óhefðbundið …
Gallinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli á samfélagsmiðlum, enda óhefðbundið í laginu. AFP

Brandarakeppni á Twitter

Netverjar virðast vera að missa sig yfir klæðnaði Smiths á netinu og reyta af sér brandarana. 

„Þegar ég prumpa í blautbúninginn minn,“ skrifaði einn með vísan til uppblásinna fótleggjanna, en aðrir grínuðust með að Smith hefði verið að smygla Capri Sun-djús á viðburðinn. Þá var gert grín að þeirri stefnu flugfélagsins Ryanair að rukka fyrir farangur og sagt að Smith hefði klætt sig í allan fataskápinn sinn.  

Þá virðist hálfgerð brandarakeppni hafa farið af stað á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem notendur keppast við að finna hvað klæðnaðurinn minnir helst á.

mbl.is