Meinaður aðgangur að áströlskum bar vegna húðflúra

Frægir ferðast | 14. febrúar 2023

Meinaður aðgangur að áströlskum bar vegna húðflúra

Rapparinn Post Malone er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi í Ástralíu með hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers. Síðastliðna helgi var honum meinaður aðgangur að ástralska þakbarnum QT vegna húðflúra sinna. 

Meinaður aðgangur að áströlskum bar vegna húðflúra

Frægir ferðast | 14. febrúar 2023

Rapparinn Post Malone er staddur í Ástralíu um þessar mundir …
Rapparinn Post Malone er staddur í Ástralíu um þessar mundir þar sem hann lenti í furðulegu atviki. AFP

Rapparinn Post Malone er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi í Ástralíu með hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers. Síðastliðna helgi var honum meinaður aðgangur að ástralska þakbarnum QT vegna húðflúra sinna. 

Rapparinn Post Malone er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi í Ástralíu með hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers. Síðastliðna helgi var honum meinaður aðgangur að ástralska þakbarnum QT vegna húðflúra sinna. 

Malone er þakinn húðflúrum um allan líkamann, meðal annars í andliti og á hálsi. Hann segir húðflúrin í andlitinu á sér hafa gefið sér sjálfstraust þar sem honum hafi ekki líkað við útlit sitt áður. 

„Þetta kemur líklega til vegna óöryggis, en ég ákvað að …
„Þetta kemur líklega til vegna óöryggis, en ég ákvað að setja eitthvað flott á andlitið á mér svo ég gæti horft á sjálfan mig og sagt: „Þú lítur vel út,“ og haft smá sjálfstraust þegar kemur að útlitinu mínu,“ sagði rapparinn í samtali við GQ Style. AFP

Vísað frá vegna húðflúra í andliti og á hálsi

„Þeir vísuðu mér frá vegna húðflúra minna. Ég hef eiginlega aldrei upplifað neitt slíkt,“ sagði rapparinn um atvikið í samtali við The West Australian

Stuttu eftir atvikið gaf QT út afsökunarbeiðni sem birtist á Daily Mail Australia. „Við hjá QT stefnum að því að bjóða alla velkomna og fagna sérstöðu hvers einstaklings. QT hefur verið þekkt fyrir þetta í mörg ár,“ segir í yfirlýsingunni. 

„Hins vegar, á laugardagskvöldið, þá veitti öryggisgæsla frá þriðja aðila ekki viðeigandi nærgætni og við tökum fulla ábyrgð á þessu. Við biðjum þá einstaklinga sem urðu fyrir óþægindum innilegrar afsökunar.“

mbl.is