Svipað mynstur og í Covid

Kjaraviðræður | 15. febrúar 2023

Svipað mynstur og í Covid

„Körfurnar hafa aðeins stækkað en þetta er ekkert áhlaup,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, spurður hvort fólk sé byrjað að hamstra vörur í ljósi yfirvofandi verkfalls félaga í Eflingu.

Svipað mynstur og í Covid

Kjaraviðræður | 15. febrúar 2023

Bónus.
Bónus. Ljósmynd/Aðsend

„Körfurnar hafa aðeins stækkað en þetta er ekkert áhlaup,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, spurður hvort fólk sé byrjað að hamstra vörur í ljósi yfirvofandi verkfalls félaga í Eflingu.

„Körfurnar hafa aðeins stækkað en þetta er ekkert áhlaup,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, spurður hvort fólk sé byrjað að hamstra vörur í ljósi yfirvofandi verkfalls félaga í Eflingu.

Guðmundur segir fólk helst birgja sig upp með þurrvöru, líkt og gerðist í kórónuveirufaraldrinum, og nefnir hann pakkamat sem dæmi. „Þetta er svipað mynstur og var í Covid,“ segir hann og vonar vitaskuld að deilan leysist sem fyrst.

„Við erum búin að tryggja okkur fram yfir helgi. Ef þetta fer á versta veg mun ganga hratt á birgðir í næstu viku,“ bætir hann við.

Verslun Bónuss í Kringlunni.
Verslun Bónuss í Kringlunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is