„Getur gosið hvenær sem er“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. febrúar 2023

„Getur gosið hvenær sem er“

„Skaginn er allur kominn í gang og þetta getur hafist hvenær sem er,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, um hugsanlegt eldgos við Reykjanesskaga. Segir hann líklegt að þar muni gjósa von bráðar.

„Getur gosið hvenær sem er“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. febrúar 2023

Fjöldi skjálfta hefur mælst á Reykjanesskaga seinustu daga.
Fjöldi skjálfta hefur mælst á Reykjanesskaga seinustu daga. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

„Skaginn er allur kominn í gang og þetta getur hafist hvenær sem er,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, um hugsanlegt eldgos við Reykjanesskaga. Segir hann líklegt að þar muni gjósa von bráðar.

„Skaginn er allur kominn í gang og þetta getur hafist hvenær sem er,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, um hugsanlegt eldgos við Reykjanesskaga. Segir hann líklegt að þar muni gjósa von bráðar.

Frá því á föstudaginn hafa jarðskjálftar mælst í auknu mæli við Reykjanesskaga. „Við fáum náttúrulega einhverja skjálftahrinu áður en [kvika] fer upp á yfirborð, vona ég,“ segir Ármann.

„Hvort það er að fara að gjósa á næsta klukkutíma. Nei, ég sé engin merki um það.“

Ármann segir þó að Reykjaneskerfið sé komið í fullan gang og gos á svæðinu sé því væntanlegt.

„Það getur gosið hvenær sem er. Kerfið er farið í gang. Við vonum bara að við fáum þokkalega aðvörun í skjálftakerfinu, og eins í þessu GPS-kerfi.“

mbl.is