Förðunarfræðingur Rihönnu leysir frá skjóðunni

Förðunartrix | 17. febrúar 2023

Förðunarfræðingur Rihönnu leysir frá skjóðunni

Rihanna skráði sig í sögubækurnar á dögunum, en hún er fyrsta ófríska konan sem stígur á svið í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar. Þar söng hún og dansaði í heilar 13 mínútur og geislaði af fegurð allan tímann, en áhorfendur hafa beðið spenntir eftir að heyra frá förðunarfræðingi stjörnunnar. 

Förðunarfræðingur Rihönnu leysir frá skjóðunni

Förðunartrix | 17. febrúar 2023

Rihanna var með glæsilega förðun þegar hún steig á svið …
Rihanna var með glæsilega förðun þegar hún steig á svið í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar á dögunum. EZRA SHAW

Rihanna skráði sig í sögubækurnar á dögunum, en hún er fyrsta ófríska konan sem stígur á svið í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar. Þar söng hún og dansaði í heilar 13 mínútur og geislaði af fegurð allan tímann, en áhorfendur hafa beðið spenntir eftir að heyra frá förðunarfræðingi stjörnunnar. 

Rihanna skráði sig í sögubækurnar á dögunum, en hún er fyrsta ófríska konan sem stígur á svið í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar. Þar söng hún og dansaði í heilar 13 mínútur og geislaði af fegurð allan tímann, en áhorfendur hafa beðið spenntir eftir að heyra frá förðunarfræðingi stjörnunnar. 

Rihanna klæddist eldrauðum, sérsniðnum Loewe flugbúning og leðurkorseletti sem Jahleel Weaver stíliseraði. Við dressið skartaði stjarnan glæsilegri förðun þar sem áherslan er á rauðar varir sem settu sannarlega punktinn yfir i-ið. 

Varirnar voru í stíl við dressið.
Varirnar voru í stíl við dressið. MIKE COPPOLA

Byrjar alltaf á sviðinu

Það var förðunarfræðingurinn Priscilla Ono sem sá um að farða Rihönnu fyrir kvöldið, en í samtali við People segir hún Rihönnu sjálfa þó hafa ráðið ferðinni enda hafi hún verið með skýra sýn fyrir kvöldið. 

„Þetta byrjar alltaf á sviðinu og framleiðslunni. Við lítum á mómentið, lýsinguna og leikmyndina sem upphafspunkt til að ákvarða hvaða útlit munni upphefja og fagna söngkonunni í því umhverfi,“ útskýrði Ono. 

Rauðu varirnar stálu senunni

Ono notaði einungis snyrti- og húðvörur frá vörumerki Rihönnu, Fenty Beauty og Skin. Hún segist hafa gert þrjár tilraunir til að fullkomna útlitið, en hún sá strax að rauðu varirnar ættu að vera miðpunktur förðunarinnar. „Hann tónaði svo fallega við húðina á henni, bæði á sviðinu og á skjánum, þannig að við vissum bara að hún yrði að vera með rauðar varir,“ sagði hún. 

Eins og fram hefur komið fékk Rihanna ekki greitt fyrir hálfleikssýninguna, en hún nýtti sviðsljósið þó til að markaðssetja vörumerki sitt Fenty Beauty. Á meðan Rihanna stóð á sviðinu fór glænýr varalitur sem hún var með á vörnunum á hálfleikssýningunni í sölu. Varaliturinn er partur af nýrri línu, en Rihanna var með litinn MPV á sviðinu. 

Varaliturinn umtalaði.
Varaliturinn umtalaði. Ljósmynd/Fentybeauty.com

Skothelt förðunartrix sem virkar

Ono lumar á nokkrum förðunartrixum sem láta förðun endast, jafnvel í gegnum mikinn svita og hita eins og fylgir gjarnan framkomu á sviði. „Hún er að syngja og dansa stanslaust allan tímann svo við þurftum að tryggja að hún hennar myndi haldast út sýninguna,“ sagði förðunarfræðingurinn. 

Ono byrjaði á að setja mattan fljótandi farða úr vörulínu Rihönnu áður en hún færði sig yfir í púðurfarða. Til að gulltryggja að förðunin myndi ekki haggast endaði hún svo á því að setja glært matt púður yfir allt andlitið. Hún segir leyndarmálið að „svitaþolinni“ förðun sem endist vera að setja þunn lög af hverri vöru og byggja þær þannig upp. 

View this post on Instagram

A post shared by Allure Magazine (@allure)

mbl.is