„Þetta er það besta sem ég hef gert“

Edrúland | 17. febrúar 2023

„Þetta er það besta sem ég hef gert“

Pretty Little Liars-stjarnan Lucy Hale fagnaði því í síðasta mánuði að hafa verið edrú í eitt ár, eða frá því í janúar 2022. Hún skrifaði einlæga færslu á Instagram þar sem hún sagði vegferðina hafa snúist um sjálfsást. 

„Þetta er það besta sem ég hef gert“

Edrúland | 17. febrúar 2023

Leikkonan Lucy Hale hefur haldið sig frá áfengi í heilt …
Leikkonan Lucy Hale hefur haldið sig frá áfengi í heilt ár. Skjáskot/Instagram

Pretty Little Liars-stjarnan Lucy Hale fagnaði því í síðasta mánuði að hafa verið edrú í eitt ár, eða frá því í janúar 2022. Hún skrifaði einlæga færslu á Instagram þar sem hún sagði vegferðina hafa snúist um sjálfsást. 

Pretty Little Liars-stjarnan Lucy Hale fagnaði því í síðasta mánuði að hafa verið edrú í eitt ár, eða frá því í janúar 2022. Hún skrifaði einlæga færslu á Instagram þar sem hún sagði vegferðina hafa snúist um sjálfsást. 

Á Valentínusardaginn birti Hale mynd af fjólublárri köku í tilefni þess að hafa haldið sig frá áfengi í heilt ár. „Þetta er öðruvísi Valentínusardagsfærsla. Þetta er færsla um sjálfsást og um það besta sem ég hef gert. Hinn 2. janúar 2023 fagnaði ég því að hafa verið edrú í eitt ár,“ skrifaði leikkonan við myndina. 

„Þó ég hafi haldið þessari vegferð að mestu fyrir sjálfa mig fann ég mig knúna í kvöld til að láta alla sem eiga í erfiðleikum vita að þeir eru ekki einir og eru elskaðir,“ bætti hún við. 

View this post on Instagram

A post shared by Lucy Hale (@lucyhale)

Síðast edrú árið 2017

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hale segir skilið við áfengi, en hún var síðast edrú árið 2017. Þá sneri hún sér að hreyfingu og fékk sína útrás á hjólahnakknum í spinningtímum. Í viðtali við Byrdie sagði hún SoulCycle, líkamsræktarstöð sem bíður upp á spinningtíma, vera sína útgáfu af kirkju. 

Þá sagði Hale frá því að hafa notað áfengi til að hjálpa sér í félagslegum aðstæðum. „Ég er bara alltaf að reyna að umkringja mig betra fólki og vera besta útgáfan af sjálfri mér,“ sagði leikkonan. 

mbl.is