Elskar ljósa liti og skandinavíska tísku

Fatastíllinn | 18. febrúar 2023

Elskar ljósa liti og skandinavíska tísku

Hin 23 ára gamla Sofia Elsie Nielsen hefur mikla ástríðu fyrir tísku og er dugleg að búa til tískutengt efni á samfélagsmiðlum sínum. Hún heldur úti bæði Instagram- og Youtube-reikningi þar sem hún deilir skemmtilegu efni með fylgjendum sínum. Sofia starfar sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla, en þar að auki hefur hún mikinn áhuga á ferðalögum og hefur meðal annars sýnt frá ferðalögum sínum á Youtube-rás sinni.

Elskar ljósa liti og skandinavíska tísku

Fatastíllinn | 18. febrúar 2023

Sofia Elsie Nielsen er 23 ára tískuunnandi.
Sofia Elsie Nielsen er 23 ára tískuunnandi.

Hin 23 ára gamla Sofia Elsie Nielsen hefur mikla ástríðu fyrir tísku og er dugleg að búa til tískutengt efni á samfélagsmiðlum sínum. Hún heldur úti bæði Instagram- og Youtube-reikningi þar sem hún deilir skemmtilegu efni með fylgjendum sínum. Sofia starfar sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla, en þar að auki hefur hún mikinn áhuga á ferðalögum og hefur meðal annars sýnt frá ferðalögum sínum á Youtube-rás sinni.

Hin 23 ára gamla Sofia Elsie Nielsen hefur mikla ástríðu fyrir tísku og er dugleg að búa til tískutengt efni á samfélagsmiðlum sínum. Hún heldur úti bæði Instagram- og Youtube-reikningi þar sem hún deilir skemmtilegu efni með fylgjendum sínum. Sofia starfar sem stuðningsfulltrúi í grunnskóla, en þar að auki hefur hún mikinn áhuga á ferðalögum og hefur meðal annars sýnt frá ferðalögum sínum á Youtube-rás sinni.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég myndi lýsa fatastílnum mínum sem skandinavískum stíl. Ég elska hvernig stelpur frá Skandinavíu klæða sig og fylgi þeim tískustraumum. Þægileg en flott föt heilla mig mest, en þar að auki elska ég ljós föt og allt sem er í hlutlausum litum. Stundum finnst mér samt geggjað að vera bara í öllu svörtu og henda yfir mig leðurjakka, það fer eiginlega allt eftir því hvert tilefnið er.“

Skandinavíski stíllinn heillar Sofiu.
Skandinavíski stíllinn heillar Sofiu.

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ég fell oftast fyrir einhverju sem ég sé frá Matildu Djerf. Þegar ég sé hana í einhverjum flíkum þá langar mig oftast í þær.

Ef ég ætti að nefna einstaka flíkur þá eru yfirhafnir og skór mjög ofarlega á lista, en ég kaupi mér oftast annað hvort skó eða fallega yfirhöfn.“

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Dagsdaglega er ég oftast í jakkafatabuxum eða gallabuxum við annað hvort sæta prjónapeysu eða hettupeysu. Svo fer yfirhöfnin eftir veðri og árstíðum.“

En þegar þú ert að fara eitthvert fínt?

„Það er mjög misjafnt hvernig ég klæði mig þegar ég fer eitthvert fínt, en ég er oft í annað hvort pilsi og bol, eða í kjól og þunnum sokkabuxum við há stígvél. Svo elska ég að fullkomna dressið með blazer-jakka í yfirstærð, en ég elska að klæða þá upp og niður. Svo finnst mér líka gaman að vera í fallegum bol, jakkafatabuxum og flottum hælum við.“

Sofia í sumarlegum kjól úr H&M.
Sofia í sumarlegum kjól úr H&M.

Hvað er helst að finna í fataskápnum þínum?

„Í fataskápnum mínum finnur þú aðallega blazer-jakka, jakkafatabuxur, boli í hlutlausum tónum, prjónapeysur í alls kyns litum og New Balance-skó.“

Verstu fatakaupin?

„Verstu fatakaupin sem ég hef gert er sennilega þegar ég hef fylgt einhverri tískubylgju sem mér fannst ekki einu sinni flott en ákvað samt að fylgja. Það er nokkuð sem ég myndi aldrei gera í dag.“

Bestu fatakaupin?

„Bestu fatakaupin eru Moon Boots og UGG-stígvél fyrir veturna, svo elska ég New Balance-strigaskóna mína og get hreinlega ekki gert upp á milli þeirra. En skór eru klárlega í miklu uppáhaldi hjá mér.“

Uppáhaldsskór Sofiu eru frá New Balance.
Uppáhaldsskór Sofiu eru frá New Balance.

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir vorið?

„Fyrir vorið langar mig að finna einhvern flottan brúnan „vintage“ leðurjakka og hvítan stuttan pels.“

Er eitthvað sem þú myndir aldrei fara í?

„Eins og staðan er í dag myndi ég ekki fara aftur í þröngar gallabuxur þar sem mér líður miklu betur í víðum buxum. En ég meina, maður veit aldrei. Kannski verð ég komin í þær áður en ég veit af.“

Uppáhaldsmerki?

„Ég myndi segja Gina Tricot, en ég finn mér oft flott föt þaðan.“

Uppáhaldslitir?

„Uppáhaldslitir á fötum eru allir hlutlausir og drapplitir tónar, en svo er grár mikið notaður hjá mér þessa dagana.“

Sofia í jakka úr Urban Outfitters, buxum frá Samsøe Samsøe …
Sofia í jakka úr Urban Outfitters, buxum frá Samsøe Samsøe og með tösku frá Hvisk.

Hvað er ómissandi í fataskápinn fyrir vorið?

„Ég myndi segja að allir ættu að eiga falleg stígvél og stóran blazer-jakka, enda auðvelt er að klæða það upp og niður.“

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Úff, ef peningar væru ekki vandamál þá myndi ég líklega kaupa mér Goyard og Bottega Veneta-töskur og Shark Lock-stígvélin frá Givenchy.“

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman föt?

„Ég sæki minn innblástur aðallega á Pinterest og Instagram.“

Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í dag?

„Mér finnst best klæddu einstaklingarnir í dag vera Hailey Bieber og Matilda Djerf.“

Í leður blazer-jakka með flotta tösku úr Bershka.
Í leður blazer-jakka með flotta tösku úr Bershka.
mbl.is