Er uppeldið að hafa neikvæð áhrif á líf þitt í dag?

Samskipti kynjanna | 18. febrúar 2023

Er uppeldið að hafa neikvæð áhrif á líf þitt í dag?

Misbrestur í ummönnun og uppeldi barns getur haft mikil áhrif, ekki bara í æsku heldur einnig á fullorðinsárunum. Dr. Lalitaa Suglani, sálfræðingur í Brimingham á Englandi, segir marga glíma við afleiðingar tilfinningalegrar vanrækslu í æsku á fullorðinsárum sem hafi veruleg áhrif á sambönd þeirra, feril og daglegt líf. 

Er uppeldið að hafa neikvæð áhrif á líf þitt í dag?

Samskipti kynjanna | 18. febrúar 2023

Ljósmynd/Pexels/cottonbro studio

Misbrestur í ummönnun og uppeldi barns getur haft mikil áhrif, ekki bara í æsku heldur einnig á fullorðinsárunum. Dr. Lalitaa Suglani, sálfræðingur í Brimingham á Englandi, segir marga glíma við afleiðingar tilfinningalegrar vanrækslu í æsku á fullorðinsárum sem hafi veruleg áhrif á sambönd þeirra, feril og daglegt líf. 

Misbrestur í ummönnun og uppeldi barns getur haft mikil áhrif, ekki bara í æsku heldur einnig á fullorðinsárunum. Dr. Lalitaa Suglani, sálfræðingur í Brimingham á Englandi, segir marga glíma við afleiðingar tilfinningalegrar vanrækslu í æsku á fullorðinsárum sem hafi veruleg áhrif á sambönd þeirra, feril og daglegt líf. 

Á heimasíðu landlæknis er tilfinningaleg vanræksla skilgreind sem endurtekinn skortur á sýndri umhyggju og áhuga á barni, hvatningu, hrósi og hlýjum orðum. Þegar börnum er ekki sinnt nægilega vel aukast líkurnar á að þau þrói vantraust í garð foreldra sinna verulega sem yfirfærist svo yfir á aðra á fullorðinsárunum. 

Skilningur sé fyrsta skrefið

Suglani segir mikilvægt að einstaklingar átti sig á því hvernig tilfinningaleg vanræksla hefur mótað líf þeirra og skilji hvað hafi gerst, en það sé fyrsta skrefið í vegferð að betri líðan. 

Í nýlegri færslu á Instagram fór Suglani yfir tíu algeng vandamál sem fullorðnir einstaklingar sem upplifðu tilfinningalega vanrækslu í æsku glíma við.

  1. Að upplifa sig sem gallaðan eða öðruvísi.
  2. Tilhneiging til að upplifa sektarkennd og skömm.
  3. Skortur á sjálfsþekkingu.
  4. Erfiðleikar við að treysta fólki.
  5. Ótti við að vera háður öðrum.
  6. Verulegur ótti við höfnun.
  7. Erfiðleikar með sjálfsvorkunn, en nóg af samúð með öðrum.
  8. Reiði og ásakanir í eigin garð.
  9. Erfiðleikar við að stjórna tilfinningum og skortur á sjálfsaga.
  10. Tómleikatilfinning.

Mikilvægt að halda í vonina og leita sér hjálpar

„Bataferlið lítur mismunandi út fyrir alla. Það snýst ekki um að finna sökudólginn heldur frekar um að þróa sjálfsvitund og skilning til þess að geta tekið ákvarðanir sem styðja við þarfir okkar,“ skrifaði Suglani við færsluna.

„Sama hvaða upplifun þú hefur af áföllum í æsku þá er mikilvægt að muna að vonin glatast aldrei og það er hjálp þarna úti,“ bætti hún við. 

mbl.is