„Grafalvarleg“ staða og hótelum lokað fyrir helgi

Ferðamenn á Íslandi | 20. febrúar 2023

„Grafalvarleg“ staða og hótelum lokað fyrir helgi

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna í ferðaþjónustunni „grafalvarlega“ nú þegar víðtæk verkföll blasa við.

„Grafalvarleg“ staða og hótelum lokað fyrir helgi

Ferðamenn á Íslandi | 20. febrúar 2023

„Við getum ekkert sagt við fólk að það þurfi að …
„Við getum ekkert sagt við fólk að það þurfi að vera í Stykkishólmi eða á Akureyri,“ segir Hallveig um ferðamennina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna í ferðaþjónustunni „grafalvarlega“ nú þegar víðtæk verkföll blasa við.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna í ferðaþjónustunni „grafalvarlega“ nú þegar víðtæk verkföll blasa við.

„Þetta er ákveðið sjokk, þessi staða sem komin er upp,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið í dag.

Fólk ekki eins og vörur

„Það verður sjálfsagt búið að loka flestum þeim hótelum [fyrir næstu helgi] þar sem verkfall er að fara í gang aftur. Svo horfum við upp á einhver vandræði með eldsneyti líka.“

Spurð hvort hægt sé að beina ferðamannastraumnum út á land svarar hún að ekki sé hægt að ráðstafa fólki eins og vörum.

„Við getum ekkert sagt við fólk að það þurfi að vera í Stykkishólmi eða á Akureyri. Þetta er bara grafalvarleg og þung staða.“

mbl.is