Fjárhagslegt ofbeldi hjá „hryðjuverkabankastjóranum“

Vextir á Íslandi | 21. febrúar 2023

Fjárhagslegt ofbeldi hjá „hryðjuverkabankastjóranum“

Það er gróft fjárhagslegt ofbeldi að auka á einu ári mánaðargreiðslur á unga fólkið sem er að stofna sitt fyrsta heimili um 130 til 200 þúsund krónur á mánuði, eða um eina og hálfa til þrjár milljónir á ári.

Fjárhagslegt ofbeldi hjá „hryðjuverkabankastjóranum“

Vextir á Íslandi | 21. febrúar 2023

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Guðmundur Ingi Kristinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er gróft fjárhagslegt ofbeldi að auka á einu ári mánaðargreiðslur á unga fólkið sem er að stofna sitt fyrsta heimili um 130 til 200 þúsund krónur á mánuði, eða um eina og hálfa til þrjár milljónir á ári.

Það er gróft fjárhagslegt ofbeldi að auka á einu ári mánaðargreiðslur á unga fólkið sem er að stofna sitt fyrsta heimili um 130 til 200 þúsund krónur á mánuði, eða um eina og hálfa til þrjár milljónir á ári.

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi undir liðnum störf þingsins.

Hann talaði um að „ofsatrúarmaðurinn í Seðlabankanum“ hefði gert þetta með „stanslausum hækkunum á stýrivöxtum“. Þannig hafi „fjárhagsleg hryðjuverkastarfsemi“ verið höfð uppi í garð unga fólksins sem geti ekki varið sig.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundi …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fjárhagslega ofbeldið heldur áfram hjá hryðjuverkabankastjóranum við Arnarhól sem hefur ofsatrú á hækkunum stýrivaxta sem bitna ekki á honum eða hans fólki sem eru oflaunuð. Nei, þetta fjárhagslega ofbeldi bitnar bara á þeim verst settu sem í góðri trú trúðu honum þegar hann talaði um lágvaxta landið Ísland sem hann væri búinn að skapa tli framtíðar,“ sagði Guðmundur Ingi og bætti við að tekjur unga fólksins standi ekki undir þessu lengur.

Enginn geti staðið undir greiðslubyrði sem hafi farið úr 30-40% af ráðstöfunartekjum í 60-70% af þeim.

Guðmundur Ingi sagði ríkisstjórnina sitja aðgerðalausa og trúa þess í stað í blindni á „trúarbrögð í hagstjórninni og stórfurðulega hugmyndafræði seðlabankastjóra“.

Gerði athugasemd við ræðuna

Að lokinni ræðu Guðmundar Inga gerði Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, athugsemd við að þingmaðurinn hefði uppnefnt seðlabankastjóra sem væri fjarstaddur og gæti ekki svarað fyrir sig.

mbl.is