Meira stressandi að tala en að syngja

Dagmál | 21. febrúar 2023

Meira stressandi að tala en að syngja

Valdimar Guðmundsson hefur verið nefndur einn af ástsælustu söngvurum Íslands. Þegar hann er spurður hvaða tilfinningar það veki segir hann að það sé um leið fallegt og pínu skrítið.

Meira stressandi að tala en að syngja

Dagmál | 21. febrúar 2023

Valdimar Guðmundsson hefur verið nefndur einn af ástsælustu söngvurum Íslands. Þegar hann er spurður hvaða tilfinningar það veki segir hann að það sé um leið fallegt og pínu skrítið.

Valdimar Guðmundsson hefur verið nefndur einn af ástsælustu söngvurum Íslands. Þegar hann er spurður hvaða tilfinningar það veki segir hann að það sé um leið fallegt og pínu skrítið.

„Mér finnst mikilvægt fyrir mig sem listamann að dvelja ekki of mikið í því.“ Honum finnist ekki spennandi að staðna á ákveðnum stað í listinni. „Mér finnst mest spennandi að vera að fara eitthvert, vera á leiðinni eitthvert, að maður sé enn þá að þróast.“ Um leið og hann festist í einhverri níu til fimm vinnu hverfi spennan. 

„Mér finnst fallegt að heyra það og gaman að heyra það en það er ekki markmiðið mitt endilega.“ Eins og staðan sé núna vilji hann elta nýjar hugmyndir og gera hitt og þetta. 

„Auðvitað verð ég stressaður“

Sviðsskrekkur í tengslum við sönginn hrjáir Valdimar ekki mikið lengur, honum þykir miklu auðveldara að syngja heldur en að tala fyrir framan fólk. „Ég tala eins og ég verði aldrei stressaður, en auðvitað verð ég stressaður. Það er bara öðruvísi en áður,“ segir hann.

Hann segir ótrúlega merkilegt að horfa á klippur af sér þegar hann var að taka fyrstu skrefin í bransanum.

„Bara um daginn sá ég myndband af því þegar ég og Sigríður Thorlacius erum að syngja „Líttu sérhvert sólarlag“ 2010 eða eitthvað. Þá var ég frekar nýr í þessu. Þarna þorði ég ekki að hreyfa hendurnar. Þetta var bara einhver líkami til þess að koma þessari rödd að þessum míkrafón. Fyrst um sinn var þetta svo flókið fyrir mig, að tala í einhvern míkrófón og sýna mig einhvern veginn.“ 

Það að vera frontmaður í hljómsveit segir hann að hafi neytt hann til þess að sætta sig við að fólk sé að fara að horfa á hann og þá verði maður bara að „reyna að vera svolítið flottur.“

Valdimar var gestur Dagmála en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Þar sagði hann frá hlutverki sínu í leikverkinu Óbærilegur léttleiki tilverunnar sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói 2. mars og stikklaði einnig á stóru varðandi tónlistarferilinn og föðurhlutverkið, svo eitthvað sé nefnt. 

mbl.is