„Úthrópað sem ógn við þjóðfélagið“

Alþingi | 21. febrúar 2023

„Úthrópað sem ógn við þjóðfélagið“

Við höfum ekki efni á öðru en að gera fólki á eftirlaunaaldri á Íslandi, sem telur rúmlega 50 þúsund manns, kleift að lifa mannsæmandi lífi. Þetta sagði Viðar Eggertsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi undir liðnum störf þingsins.

„Úthrópað sem ógn við þjóðfélagið“

Alþingi | 21. febrúar 2023

Viðar Eggertsson.
Viðar Eggertsson. mbl.is/Ásdís

Við höfum ekki efni á öðru en að gera fólki á eftirlaunaaldri á Íslandi, sem telur rúmlega 50 þúsund manns, kleift að lifa mannsæmandi lífi. Þetta sagði Viðar Eggertsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi undir liðnum störf þingsins.

Við höfum ekki efni á öðru en að gera fólki á eftirlaunaaldri á Íslandi, sem telur rúmlega 50 þúsund manns, kleift að lifa mannsæmandi lífi. Þetta sagði Viðar Eggertsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi undir liðnum störf þingsins.

„Þetta er fólkið sem fær á sig niðrandi stimpla eins og fráflæðisvandi, vandi sem er í rauninni ekkert annað en kerfisvandi sem núverandi stjórnvöld bera fulla ábyrgð á — allt önnur kynslóð,“ sagði hann og bætti við að talað sé um þetta fólk „af óvirðingu sem þurfalinga og bagga á þjóðfélaginu“.

Á sama tíma borgi það þó hæstu skattaprósentuna af litlum launum sínum til þjóðfélagsins í formi ýmissa skerðinga og jaðarskatta. Þetta fólk greiði tugi milljarða til nærsamfélagsins í formi útvars.

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Sigurður Bogi

Sú yngsta í Evrópu

Viðar hélt áfram og sagði fólk á eftirlaunaaldri úthrópað sem ógn við þjóðfélagið vegna þess að því fari fjölgandi.

„Þó er íslenska þjóðin sú yngsta í Evrópu og verður svo á næstu árum. Þetta er fólkið sem fer síðast allra í Evrópu, ásamt norskum eldri borgurum, á eftirlaun. Aðeins í þessum tveimur löndum er eftirlaunaaldur almennt 67 ár, sá hæsti í Evrópu,“ sagði hann.

mbl.is