Engar TikTok-skyggingar og óljósar varalitalínur

Snyrtibuddan | 22. febrúar 2023

Engar TikTok-skyggingar og óljósar varalitalínur

Leikkonur heimsins lögðu mikið á sig fyrir Bafta-verðlaunin sem veitt voru um helgina. Þær áttu það sameiginlegt að vera allar klæddar í sitt fínasta púss. Það þýðir þó lítið að hugsa bara um klæðnaðinn því huga þarf að heildarmyndinni. Þar spilar förðun stórt hlutverk þótt góð hárgreiðsla geti bjargað öllum rigningardögum. 

Engar TikTok-skyggingar og óljósar varalitalínur

Snyrtibuddan | 22. febrúar 2023

Ljósmynd/Samsett

Leikkonur heimsins lögðu mikið á sig fyrir Bafta-verðlaunin sem veitt voru um helgina. Þær áttu það sameiginlegt að vera allar klæddar í sitt fínasta púss. Það þýðir þó lítið að hugsa bara um klæðnaðinn því huga þarf að heildarmyndinni. Þar spilar förðun stórt hlutverk þótt góð hárgreiðsla geti bjargað öllum rigningardögum. 

Leikkonur heimsins lögðu mikið á sig fyrir Bafta-verðlaunin sem veitt voru um helgina. Þær áttu það sameiginlegt að vera allar klæddar í sitt fínasta púss. Það þýðir þó lítið að hugsa bara um klæðnaðinn því huga þarf að heildarmyndinni. Þar spilar förðun stórt hlutverk þótt góð hárgreiðsla geti bjargað öllum rigningardögum. 

Það sem vakti athygli var hvað förðunin í ár var á heildina litið náttúruleg. Það var lítið um skringilegheit og kjánagang heldur var lagt upp með að hver og ein skartaði sínu besta. Eitt af því sem margar áttu sameiginlegt var að vera með óljósa varalitalínu og kannski varalit sem fékk viljandi að fara svolítið út fyrir varirnar. 

Það sem vakti einnig athygli er að fæstar skörtuðu áberandi skyggingum eins og eru svo móðins á félagsmiðlum eins og TikTok. 

Mikið var lagt í að húðin ljómaði sem mest fyrir þennan stórviðburð í breska kvikmyndaheiminum. Ekki er ólíklegt að nokkrar þeirra sem gengu um rauða dregilinn hafi farið í laser-lyftingu eða ávaxtasýrumeðferðir fyrir þá stund til að skína sem skærast. Förðun skiptir vissulega miklu máli en það er erfitt að fá fallega áferð með farða einum og sér. 

Ef þú ert á leið á árshátíð um helgina þá gætir þú kannski fengið góða hugmynd að förðun með því að skoða myndirnar. 

Breska leikkonan Anya Taylor-Joy er yfirleitt mjög fallega förðuð. Hér …
Breska leikkonan Anya Taylor-Joy er yfirleitt mjög fallega förðuð. Hér skartar hún látlausri förðun þar sem andlitið er skyggt léttilega. Takið eftir mjúku varalitalínunni og hvernig varaliturinn nær út fyrir varirnar. AFP
Breska leikkonan Emma Thompson var eins og sönn kvikmyndastjarna með …
Breska leikkonan Emma Thompson var eins og sönn kvikmyndastjarna með eldrauðan varalit og þykkan-eyeliner. Hún var því eiginlega sú eina sem skar sig úr. AFP/ISABEL INFANTES
Leikkonan Emma Mackey skartaði náttúrulegri förðun og mjög ljósum varalit. …
Leikkonan Emma Mackey skartaði náttúrulegri förðun og mjög ljósum varalit. Enginn varalitablýantur eða augnblýantur. Bara náttúruleg fegurð eins og hún gerist best. AFP/ISABEL INFANTES
Breska leikkonan Catherine Zeta-Jones var vel förðuð þar sem lögð …
Breska leikkonan Catherine Zeta-Jones var vel förðuð þar sem lögð var áhersla á augnförðunina og varaliturinn fékk að flæða svolítið út fyrir. Hún heldur fast í sínar hefðir og farðar sig eins og hún hefur alltaf gert. Sem er ekkert skrýtið því það hefur virkað vel hingað til. AFP/JUSTIN TALLIS
Breska leikkonan Olivia Cooke var förðuð í stíl við hárlit …
Breska leikkonan Olivia Cooke var förðuð í stíl við hárlit og augnlit. Brúnn augnskuggi fór vel við augun í henni og mildur varalitur rammaði inn varirnar. AFP/ISABEL INFANTES
Söngkonan Geri Halliwell Horner skartaði náttúrulegri förðun sem innihélt ljósan …
Söngkonan Geri Halliwell Horner skartaði náttúrulegri förðun sem innihélt ljósan varalit og milda skyggingu í kringum augun. Hún er nánast óþekkjanleg svona náttúrulega förðuð því það hefur ekki alltaf verið hennar stíll. AFP/JUSTIN TALLIS
Breska leikkonan Wallis Day var fallega förðuð. Þykkur augnblýantur var …
Breska leikkonan Wallis Day var fallega förðuð. Þykkur augnblýantur var dreginn út og örlítið upp til þess að búa til seiðandi augnaráð. Örlítið dekkri varalitablýantur rammaði inn andlitið. AFP/ISABEL INFANTES
Leikkonan Dolly de Leon var fallega förðuð. Hún var með …
Leikkonan Dolly de Leon var fallega förðuð. Hún var með þykkan maskara á augunum sem fór vel við ljósan augnskugga. Örlítill kinnaliturinn gaf henni frísklegt útlit. AFP/ISABEL INFANTES
Breska leikkonan Sophie Turner var með skarpa línu í kringum …
Breska leikkonan Sophie Turner var með skarpa línu í kringum augun og þykkan maskara. Augabrúnirnar voru vel mótaðar og varirnar með óljósri varalitalínu. AFP
Leikkonan Cate Blanchett er alltaf flottust. Hún var með bleikan …
Leikkonan Cate Blanchett er alltaf flottust. Hún var með bleikan augnskugga og bleikan varalit. Og líka með örlítinn bleikan kinnalit í kinnunum. AFP/ISABEL INFANTES
mbl.is