Höfða ekki mál vegna South Park

Kóngafólk í fjölmiðlum | 22. febrúar 2023

Höfða ekki mál vegna South Park

Talsmaður Meghan hertogaynju af Sussex og Harry Bretaprins segir að hjónin ætli ekki að höfða mál vegna þáttar af teiknimyndaþáttunum South Park. 

Höfða ekki mál vegna South Park

Kóngafólk í fjölmiðlum | 22. febrúar 2023

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja ætla ekki að höfða mál …
Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja ætla ekki að höfða mál vegna South Park. Samsett mynd

Talsmaður Meghan hertogaynju af Sussex og Harry Bretaprins segir að hjónin ætli ekki að höfða mál vegna þáttar af teiknimyndaþáttunum South Park. 

Talsmaður Meghan hertogaynju af Sussex og Harry Bretaprins segir að hjónin ætli ekki að höfða mál vegna þáttar af teiknimyndaþáttunum South Park. 

„Þetta er bara algjört kjaftæði. Það er enginn fótur fyrir þessum leiðinlegu sögum,“ sagði talsmaður hjónanna við fyrirspurn People um hvort þau hygðust höfða mál. Sögusagnir höfðu gengið um að hjónin ætluðu sér að fara í mál vegna þáttarins. 

Þátturinn sem um ræðir fór í loftið á miðvikudag fyrir viku og bar titilinn „Heimsferð um friðhelgi einkalífsins“ og fjallaði um „prinsinn af Kanada“ og eiginkonu hans sem fluttu í bæ í Colorado-ríki. 

Persónum þáttanna svipaði mjög mikið til Harry og Meghan. Prinsinn var með rautt hár og skegg, og eiginkona hans í bleikum fötum sem eru mjög lík þeim sem Meghan klæddist í Trooping the Colour árið 2018. Voru persónurnar með skilti sem á stóð: „hættið að horfa á okkur“ og „við viljum eiga okkar friðhelgi“. 

Vísa skiltin að öllum líkindum í orðræðu hjónanna í heimildarþáttum þeirra um sjálf sig, sem og bók Harrys sem kom út í byrjun árs. Þar tala þau um brot fjölmiðla á friðhelgi einkalífs síns.

View this post on Instagram

A post shared by South Park (@southpark)

mbl.is