Í Mexíkó með hárgreiðslumeistara stjarnanna

Sólarlandaferðir | 22. febrúar 2023

Í Mexíkó með hárgreiðslumeistara stjarnanna

Það væsir ekki um leikarann Lukas Gage sem er um þessar mundir staddur í sólinni í Mexíkó ásamt hárgreiðslumeistaranum Chris Appleton. Gage og Appleton eru sagðir vera nýjasta parið í Hollywood. 

Í Mexíkó með hárgreiðslumeistara stjarnanna

Sólarlandaferðir | 22. febrúar 2023

Chris Appleton, hárgreiðslumeistari stjarnanna, og Lukas Gage, leikari, eru nýjasta …
Chris Appleton, hárgreiðslumeistari stjarnanna, og Lukas Gage, leikari, eru nýjasta par Hollywood. Samsett mynd

Það væsir ekki um leikarann Lukas Gage sem er um þessar mundir staddur í sólinni í Mexíkó ásamt hárgreiðslumeistaranum Chris Appleton. Gage og Appleton eru sagðir vera nýjasta parið í Hollywood. 

Það væsir ekki um leikarann Lukas Gage sem er um þessar mundir staddur í sólinni í Mexíkó ásamt hárgreiðslumeistaranum Chris Appleton. Gage og Appleton eru sagðir vera nýjasta parið í Hollywood. 

Parið ákvað að nýta tækifærið og opinbera sambandið á Instagram, en þar birtu þeir skemmtilega myndasyrpu frá fríinu. Af myndum að dæma voru þeir í sannkölluðu lúxusfríi og nutu þess að sóla sig í Kyrrahafinu áður en þeir fóru í fjórhjólaferð. 

Gage og Appleton völdu að sjálfsögðu lúxusgistingu, en þeir dvelja á hinni glæsilegu St. Regis Punta Mita Resort sem er staðsett á besta stað við ströndina. Það er sannarlega ekki ókeypis að gista á hótelinu, en ein nótt fyrir tvo kostar á bilinu 189 til 861 þúsund krónur. 

Glæsileg aðstaða á lúxushótelinu.
Glæsileg aðstaða á lúxushótelinu. Ljósmynd/Booking.com

Báðir stór nöfn í Hollywood

Appleton á glæstan feril að baki sem hárgreiðslumeistari og hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kim Kardashian, Jennifer Lopez og Ariana Grande. Þá hafa verkefni hans birst í tískutímaritum eins og Vogue, Harper's Bazaar og Vanity Fair. 

Gage skaust á stjörnuhimininn þegar hann fór með hlutverk Tyler Clarkson í vinsælu þáttaröðum Euphoria. Síðan þá hefur hann farið með ýmis hlutverk, en hann er líklega þekktastur fyrir hlutverk sín í þáttum The White Lotus og í nýjustu þáttaröð You á streymisveitunni Netflix. 

mbl.is