Markmið sjóðsins að styrkja félagsmenn í verkbanni

Kjaraviðræður | 22. febrúar 2023

Markmið sjóðsins að styrkja félagsmenn í verkbanni

Það er ekkert í reglum Eflingar um vinnudeilusjóð Eflingar sem hindrar það að greiða félagsmönnum í tilviki verkbanns í raun er það markmið sjóðsins að greiða félagsmönnum í tilviki verkbanns. 

Markmið sjóðsins að styrkja félagsmenn í verkbanni

Kjaraviðræður | 22. febrúar 2023

Agnieszka Ewa Ziółkowska, vara­formaður Efl­ing­ar.
Agnieszka Ewa Ziółkowska, vara­formaður Efl­ing­ar. Samsett mynd/mbl.is

Það er ekkert í reglum Eflingar um vinnudeilusjóð Eflingar sem hindrar það að greiða félagsmönnum í tilviki verkbanns í raun er það markmið sjóðsins að greiða félagsmönnum í tilviki verkbanns. 

Það er ekkert í reglum Eflingar um vinnudeilusjóð Eflingar sem hindrar það að greiða félagsmönnum í tilviki verkbanns í raun er það markmið sjóðsins að greiða félagsmönnum í tilviki verkbanns. 

Agnieszka Ewa Ziółkowska, vara­formaður Efl­ing­ar, bendir á þetta í færslu á Facebook-síðu sinni.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur Efling gefið það út að félagið muni ekki greiða neina styrki úr vinnudeilusjóði til félagsfólks vegna verkbanns. Í tilkynningu frá Eflingu sagði að verkbann væri ekki ábyrgð félagsins og að sjóðurinn stæði ekki undir þeim greiðslum. Eins og kunnugt er var verkbann samþykkt af aðildarfélögum Samtaka atvinnulífsins fyrr í dag og mun það taka gildi 2. mars.

Einungis ákvörðun formanns

Agnieszka vísar til reglugerðar um vinnudeilusjóð Eflingar-stéttarfélags þar sem stendur berum orðum: „Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn í verkföllum eða verkbönnum þegar félagið á í vinnudeilum.“

„Félagar í Eflingu eiga rétt á því að vita að reglur félagsins eru ekki að hindra formann þeirra í að greiða úr sjóðnum í tilviki verkbannsins. Það er einungis hennar ákvörðun,“ segir Agnieszka í Facebook-færslu sinni.

Hún er þess í stað tilbúin að láta láglauna félagsmenn sína þjást. Í reglugerð þessari segir að Efling sé heimilt að styðja félagsmenn sína ef um verkbann er að ræða. Það sem er réttast í stöðunni er að styðja félagsmenn okkar í verkbanninu, ekki láta þá þjást.“

mbl.is