Tapað stríð myndi ganga frá Rússlandi

Rússland | 22. febrúar 2023

Tapað stríð myndi ganga frá Rússlandi

Dimitrí Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og varafulltrúi í öryggisráði Rússlands segir að Rússland muni tortímast og verða að engu, tapi það stríðinu í Úkraínu. Brátt er liðið ár síðan rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu.

Tapað stríð myndi ganga frá Rússlandi

Rússland | 22. febrúar 2023

Dimitrí er sannfærður um að tap í stríðinu myndi marka …
Dimitrí er sannfærður um að tap í stríðinu myndi marka endalok Rússlands. AFP

Dimitrí Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og varafulltrúi í öryggisráði Rússlands segir að Rússland muni tortímast og verða að engu, tapi það stríðinu í Úkraínu. Brátt er liðið ár síðan rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu.

Dimitrí Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og varafulltrúi í öryggisráði Rússlands segir að Rússland muni tortímast og verða að engu, tapi það stríðinu í Úkraínu. Brátt er liðið ár síðan rússneskar hersveitir réðust inn í Úkraínu.

Þessu greindi Medvedev frá í færslu á Telegram í dag. Bætti hann þar við: „Ef Bandaríkin hætta að senda vopn til Úkraínu, þá mun stríðið taka enda.“

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær að Rússar gætu bundið enda á stríðið, ef þeir hættu innrásarstríðinu myndi það binda enda á stríðið. En ef Úkraína hætti að verja sig, myndi það binda marka endalok Úkraínu.

Segir óumflýjanlegt Rússar dragi sig úr kjarnorkusamkomulagi

Við þessu brást Medvedev á Telegram:

„Hvers vegna þarf hann að tjá sig um málefni annarra þjóða þegar vandamálin hjá honum sjálfum eru yfirþyrmandi? Hvers vegna ættum við að hlusta á stjórnmálamann frá óvinveittu landi sem breiðir út hatri um föðurland okkar? Hvers vegna ætti rússneska þjóðin að trúa því að leiðtogi Bandaríkjanna, sem átti frumkvæði að flestum styrjöldum 20. og 21. aldarinnar en sakar okkur um árásargirni?,“ skrifaði hann og bætti við að Bandaríkjamenn notuðu taktík sem miðar að því að réttlæta eigin gjörðir með því að benda á gjörðir annarra.

Þá sagði hann það hafa verið óumflýjanleg ákvörðun hjá Pútín Rússlandsforseta, að draga sig úr samkomulagi um SORT-afvopnunarsamning Bandaríkjanna og Rússlands, sem undirritaður var árið 2022.

mbl.is