Farið að ganga á eldsneytisbirgðir

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Farið að ganga á eldsneytisbirgðir

Forsvarsmenn N1, Olís og Orkunnar segja að farið sé að ganga á birgðir á eldsneytisstöðvum, þó ekki hafi þurft að grípa til víðtækra lokana á afgreiðslustöðvum.

Farið að ganga á eldsneytisbirgðir

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

mbl.is/Sigurður Bogi

Forsvarsmenn N1, Olís og Orkunnar segja að farið sé að ganga á birgðir á eldsneytisstöðvum, þó ekki hafi þurft að grípa til víðtækra lokana á afgreiðslustöðvum.

Forsvarsmenn N1, Olís og Orkunnar segja að farið sé að ganga á birgðir á eldsneytisstöðvum, þó ekki hafi þurft að grípa til víðtækra lokana á afgreiðslustöðvum.

Birgðir á einstaka stöðvum og dælum eru þegar uppurnar. N1 hefur lokað stöð sinni á Lækjargötu í Hafnarfirði fyrir almenningi, en mun héðan af aðeins afgreiða undanþáguaðila á stöðinni. Sömuleiðis er dísilolían á stöð N1 á Ásvöllum búin.

Orkan hefur aðeins þurft að loka dísildælum á Dalvegi, en þjónustan hjá félaginu er annars óbreytt.

Þjónusta gæti skerst töluvert á morgun

Mest gengur á birgðir hjá Olís, en bæði bensín og dísilolía er búin á stöðvum fyrirtækisins í Bæjarlind í Kópavogi og á Barðastöðum í Grafarvogi. Dísilolían er einnig búin á Suðurhellu í Hafnarfirði og farið er að ganga verulega á birgðir félagsins á stöðinni við Fjarðarkaup.

Forsvarsmenn olíufélaganna eru sammála um að þjónusta gæti farið að skerðast töluvert á morgun og um komandi helgi. Þau segja einnig að meira gangi á dísilolíuna en bensínið, sem sé eðlilegt í ljósi þess að stórnotendur reiði sig frekar á dísilolíu en bensín.

mbl.is