Kaupsamningar ekki færri í áratug

Húsnæðismarkaðurinn | 23. febrúar 2023

Kaupsamningar ekki færri í áratug

Kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 5.672 á síðasta ári en 8.454 árið 2021 og fækkaði þeim því um nærri þriðjung á milli ára og hafa þeir ekki verið færri á einu ári síðan 2013.

Kaupsamningar ekki færri í áratug

Húsnæðismarkaðurinn | 23. febrúar 2023

Kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 5.672 í fyrra.
Kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 5.672 í fyrra. mbl.is/Ásdís

Kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 5.672 á síðasta ári en 8.454 árið 2021 og fækkaði þeim því um nærri þriðjung á milli ára og hafa þeir ekki verið færri á einu ári síðan 2013.

Kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 5.672 á síðasta ári en 8.454 árið 2021 og fækkaði þeim því um nærri þriðjung á milli ára og hafa þeir ekki verið færri á einu ári síðan 2013.

Fækkunin var litlu minni í nágrannasveitarfélögum þess. Þar fækkaði samningum úr 2.541 í 1.752 og annars staðar á landsbyggðinni fækkaði samningum úr 2.378 í 1.746, að því er kemur fram í mánaðarskýrslu HMS.

Á höfuðborgarsvæðinu seldust 12,7% íbúða í janúar yfir ásettu verði samanborið við 16,9% í desember. Hlutfallið er nú á svipuðu róli og það hefur verið á síðustu árum þegar ró hefur verið á fasteignamarkaðinum.

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Heildarskuldir heimila vegna íbúðalána voru 9,1% hærri í lok desember síðastliðnum en í lok desember 2021. Þær dragast því saman um 0,4% að raunvirði en þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2016 sem 12 mánaða breyting á heildarútlánum er neikvæð að raunvirði.

Í fyrsta sinn síðan árið 2010

Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 14,9% en sex mánaða hækkun er orðin neikvæð um 1% á ársgrundvelli. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem íbúðaverð lækkar á sex mánaða tímabili, að því er segir í skýrslunni.

Svipaða sögu er að segja af nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en þar er 12 mánaða breytingin komin niður í 17,3% en sex mánaða breytingin neikvæð um 0,7% á ársgrundvelli.

Ástæða þess að svo mikill munur er á 12 mánaða og sex mánaða breytingu íbúðaverðs er að íbúðaverð hækkaði mikið á fyrri hluta tímabilsins en verulega fór að hægja á verðhækkunum eftir að Seðlabankinn setti aukinn kraft í stýrivaxtahækkanir í maí.

mbl.is