„Ljótur pólitískur leikur“

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

„Ljótur pólitískur leikur“

Ungt jafnaðarfólk fordæmir ákvörðun aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins (SA) um að setja verkbann á félagsfólk Eflingar.

„Ljótur pólitískur leikur“

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Hákon

Ungt jafnaðarfólk fordæmir ákvörðun aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins (SA) um að setja verkbann á félagsfólk Eflingar.

Ungt jafnaðarfólk fordæmir ákvörðun aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins (SA) um að setja verkbann á félagsfólk Eflingar.

„Verkbannið er fordæmalaus aðgerð sem bitnar harkalega á lágtekjufólki og þúsundum heimila. SA ógnar með þessari ákvörðun öryggi og velferð fólks. Ætla má að tilgangurinn með verkbanni SA sé í raun sá að að knýja fram lögbann á verkföll Eflingar. Það er ljótur pólitískur leikur en hætt er við því að hin aðgerðalausa ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gangi erinda SA í þeim efnum og setji með því hættulegt fordæmi,“ segir í yfirlýsingu frá Ungu jafnaðarfólki.

Ríkisstjórnin beri ábyrgð

Fram kemur að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hafi staðið fyrir óábyrgri hagstjórn sem almenningur þurfi að líða fyrir. Verðbólga mælist 9,9%, vextir Seðlabankans hafi ekki verið hærri í 13 ár, kaupmáttur fari rýrnandi og greiðslubyrði af fasteignalánum fari snarhækkandi. Fólk sé fast á stjórnlausum leigumarkaði og ungt fólk komist ekki úr foreldrahúsum.

„Ábyrgð ríkisstjórnarinnar á þessari stöðu er mikil og svo virðist sem hún hafi ekkert plan, hvorki til að sporna gegn verðbólgu né til að verja tekjulægstu hópa samfélagsins gegn henni. Það er ekki nema von að launafólk krefjist réttlætis í gegnum launaliðinn í þessu ástandi,“ segir í yfirlýsingunni þar sem ríkisstjórnin er hvött til að snúa við blaðinu og grípa til aðgerða í þágu almennings.

mbl.is