Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð

Einstakir atvinnurekendur og starfsfólk sem verkbann beinist gegn hafa ekki val, frekar en í tilviki verkfalla um það hvort hlíta skuli lögmætu verkbanni. Slíkt felur í sér brot á 18. gr. vinnulöggjafarinnar, segir í áréttingu á vef Samtaka atvinnulífsins í dag.

Þátttaka í verkbanni ekki valkvæð

Kjaraviðræður | 23. febrúar 2023

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kynnti niðurstöður atkvæðagreiðslu um verkbann …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kynnti niðurstöður atkvæðagreiðslu um verkbann í Húsi atvinnulífsins í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstakir atvinnurekendur og starfsfólk sem verkbann beinist gegn hafa ekki val, frekar en í tilviki verkfalla um það hvort hlíta skuli lögmætu verkbanni. Slíkt felur í sér brot á 18. gr. vinnulöggjafarinnar, segir í áréttingu á vef Samtaka atvinnulífsins í dag.

Einstakir atvinnurekendur og starfsfólk sem verkbann beinist gegn hafa ekki val, frekar en í tilviki verkfalla um það hvort hlíta skuli lögmætu verkbanni. Slíkt felur í sér brot á 18. gr. vinnulöggjafarinnar, segir í áréttingu á vef Samtaka atvinnulífsins í dag.

Þar segir einnig að túlkun Eflingar sem birtist á vef stéttarfélagsins 20. febrúar og fullyrðingar formanns Eflingar um að þátttaka í vinnustöðvunum sé valkvæð og án stuðnings í lögum séu rangar, standist ekki skoðun og feli í sér þrýsting til brota á vinnulöggjöfinni.

Enginn sem starfar eftir kjarasamningum SA og Eflingar má mæta til vinnu þegar um verkbann er að ræða nema að fenginni undanþágu frá framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Launagreiðslur falla niður á meðan verkbanni stendur, líkt og í tilviki verkfalla.

Í áréttingu SA kemur enn fremur fram að forsvarsmenn SA voni að verkbann þrýsti á um samning á sömu nótum og nánast öll önnur stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum hafa nú þegar samið um. Það segir að meginmarkmið þeirra sé að verja þann árangur sem náðst hefur á liðnum árum og tryggja grundvöll áframhaldandi lífskjarabata á komandi misserum.

SA verða í nánu samtali við fyrirtæki landsins og mæta á vinnustaði til að sinna eftirliti ef til verkbanns kemur. Það er eindregin ósk SA að ekki þurfi að koma til þess, eins og segir í áréttingunni.

Þá segir að nýafstaðin atkvæðagreiðsla um verkbann endurspegli vilja og einurð breiðs hóps atvinnurekenda af öllum stærðum, þvert á atvinnugreinar.

Árétting SA.

mbl.is