Boeing-737 breytt í lúxusvillu

Gisting | 24. febrúar 2023

Boeing-737 breytt í lúxusvillu

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að því að endurnýta gamlar flugvélar. Það sést best á Boeing-737 þotunni sem breytt var í lúxusvillu á Balí í Indónesíu. 

Boeing-737 breytt í lúxusvillu

Gisting | 24. febrúar 2023

Þotunni var breytt í lúxusvillu.
Þotunni var breytt í lúxusvillu. Skjáskot/Instagram

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að því að endurnýta gamlar flugvélar. Það sést best á Boeing-737 þotunni sem breytt var í lúxusvillu á Balí í Indónesíu. 

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að því að endurnýta gamlar flugvélar. Það sést best á Boeing-737 þotunni sem breytt var í lúxusvillu á Balí í Indónesíu. 

Vélin var í eigu Mandala Airlines sem hætti notkun á henni árið 2021 og seldi hana. Það var verktakinn Felix Demin sem festi kaup á henni og færði hana í grennd við Nyang-Nyang-strönd á Balí og gerði hana upp. 

Framkvæmdir við flugvélarvilluna eru enn í fullum gangi en fljótlega fer að sjá fyrir endann á þeim og verður villan tilbúin til útleigu í apríl á þessu ári. 

Vélin er er í um 150 metra hæð við kletta með glæsilegt útsýni. Tvö svefnherbergi eru í henni og við hana er sundlaug. 

Nóttin er ekki sú ódýrasta, en ódýrasta verð fyrir eina nótt er rúmlega ein milljón króna. mbl.is