Hversu langt á fríið að vera?

Ferðaráð | 24. febrúar 2023

Hversu langt á fríið að vera?

Nú þegar fólk er í óða önn að skipuleggja sumarfrí sín og fyrirhugaðar utanlandsferðir brennur sú spurning á mörgum hversu löng útlandaferðin eigi að vera. Skiptar skoðanir eru á því hversu löng frí eiga að vera, en lengra frí er ekki endilega betra. 

Hversu langt á fríið að vera?

Ferðaráð | 24. febrúar 2023

Það eru skiptar skoðanir á því hversu löng utanlandsferðin á …
Það eru skiptar skoðanir á því hversu löng utanlandsferðin á að vera. Ljósmynd/Unsplash

Nú þegar fólk er í óða önn að skipuleggja sumarfrí sín og fyrirhugaðar utanlandsferðir brennur sú spurning á mörgum hversu löng útlandaferðin eigi að vera. Skiptar skoðanir eru á því hversu löng frí eiga að vera, en lengra frí er ekki endilega betra. 

Nú þegar fólk er í óða önn að skipuleggja sumarfrí sín og fyrirhugaðar utanlandsferðir brennur sú spurning á mörgum hversu löng útlandaferðin eigi að vera. Skiptar skoðanir eru á því hversu löng frí eiga að vera, en lengra frí er ekki endilega betra. 

Lengri frí geta meðal annars valdið því að verkefnin hrannast upp í vikunni og því erfiðara að snúa aftur til baka. Sérfræðingur sem breska blaðið Sun ræddi við, Dr. Divna Haslam, sagði að rétt rúmlega viku utanlandsferð væri best. 

Sagði hún enn fremur að tæplega vika væri líka árangursrík. Rannsóknir hafi sýnt að fólk njóti sín best í útlöndum á degi átta, eftir það minnki vellíðanin. Aðrar rannsóknir sýni að styttri og reglulegri frí séu betri. 

Hún sagði að langar helgar, eða fjögurra daga frí, séu þægilegri fyrir þau sem vinna vinnu þar sem verkefnin hrannist upp í fjarveru starfsmanns. 

mbl.is