Kamilla valdi uppáhaldshönnuð Díönu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. febrúar 2023

Kamilla valdi uppáhaldshönnuð Díönu

Kamilla drottning hefur valið breska hönnuðinn Bruce Oldfield til að hanna kjól sinn fyrir krýningarathöfnina í maí. Oldfield var einn af eftirlætis hönnuðum Díönu heitinnar prinsessu af Wales og hannaði nokkra af eftirminnilegustu kjólum prinsessunnar. 

Kamilla valdi uppáhaldshönnuð Díönu

Kóngafólk í fjölmiðlum | 25. febrúar 2023

Kamilla drottning er búin að velja hver eigi að hanna …
Kamilla drottning er búin að velja hver eigi að hanna kjól hennar fyrir krýningarathöfnina 6. maí. AFP

Kamilla drottning hefur valið breska hönnuðinn Bruce Oldfield til að hanna kjól sinn fyrir krýningarathöfnina í maí. Oldfield var einn af eftirlætis hönnuðum Díönu heitinnar prinsessu af Wales og hannaði nokkra af eftirminnilegustu kjólum prinsessunnar. 

Kamilla drottning hefur valið breska hönnuðinn Bruce Oldfield til að hanna kjól sinn fyrir krýningarathöfnina í maí. Oldfield var einn af eftirlætis hönnuðum Díönu heitinnar prinsessu af Wales og hannaði nokkra af eftirminnilegustu kjólum prinsessunnar. 

Breska blaðið Sun greinir frá og segir Kamillu hafa valið hann sjálf. „Kamilla og Bruce eru mjög nánir vinir og búin að vera það í mörg ár. Þannig var það mjög eðlilegt að hún skyldi velja hann,“ sagði heimildamaður Sun um málið. „Kamilla treystir Bruce því hann hefur hannað kjóla fyrir mörg af mikilvægustu augnablikum hennar undanfarið,“ bætti hann við. 

Oldfield var líka góður vinur Díönu prinsessu. 

Díana prinsessa af Wales var náin vinkona Bruce Oldfield.
Díana prinsessa af Wales var náin vinkona Bruce Oldfield. AFP

Kamilla verður krýnd drottning hinn 6. maí, á sama tíma og eiginmaður hennar, Karl III. Bretakonungur verður krýndur. 

Ekkert þó gefið upp um hvernig kjól Kamilla mun klæðast, en um Oldfield er sagt að hann hafi veitt Díönu glamúr og Kamillu hugrekki með hönnun sinni. 

mbl.is