Svona bókar þú besta hótelið fyrir þig

Gisting | 26. febrúar 2023

Svona bókar þú besta hótelið fyrir þig

Hver kannast ekki við það að setjast spenntur við tölvuskjáinn til þess að panta hótel. Þú opnar bókunarsíðuna af öryggi og ert tilbúinn að finna besta hótelið fyrir þig. Upp koma óteljandi blaðstíður með hótelum sem keppast um athygli þína, og þegar þú opnar tuttugustu blaðsíðuna og smellir á fertugasta hótelið þá fallast þér hendur.

Svona bókar þú besta hótelið fyrir þig

Gisting | 26. febrúar 2023

Ljósmynd/Unsplash/SiravitPlug

Hver kannast ekki við það að setjast spenntur við tölvuskjáinn til þess að panta hótel. Þú opnar bókunarsíðuna af öryggi og ert tilbúinn að finna besta hótelið fyrir þig. Upp koma óteljandi blaðstíður með hótelum sem keppast um athygli þína, og þegar þú opnar tuttugustu blaðsíðuna og smellir á fertugasta hótelið þá fallast þér hendur.

Hver kannast ekki við það að setjast spenntur við tölvuskjáinn til þess að panta hótel. Þú opnar bókunarsíðuna af öryggi og ert tilbúinn að finna besta hótelið fyrir þig. Upp koma óteljandi blaðstíður með hótelum sem keppast um athygli þína, og þegar þú opnar tuttugustu blaðsíðuna og smellir á fertugasta hótelið þá fallast þér hendur.

Staðreyndin er sú að þegar bóka á hið fullkomna hótel þá þarf að skoða fleiri hluti en verð og staðsetningu. The New York Times tók saman fimm góð ráð sem auðvelda þér að finna besta hótelið fyrir þig og þínar þarfir. 

Skilgreindu tilgang ferðarinnar

Fyrsta skrefið er að skilgreina tilgang ferðarinnar. Ef þú ert á leið í afslappað frí eyðir þú líklega meiri tíma á hótelinu sjálfu en ef þú ert á leiðinni í ævintýralega skoðunarferð. Það er því mikilvægt að velja dvalarstað sem þú getur vel hugsað þér að eyða tímanum þínum á, til dæmis hótel með sundlaug eða fallegri heilsulind. 

Ef þú ert hins vegar á leið í skoðunarferð notar þú hótelið líklega einungis sem stað til að sofa á og hlaða batteríin. Þá er óþarfi að eyða peningi aukalega í lúxus og þægindi sem þú myndir annars kjósa á hóteli. 

Ljósmynd/Unsplash/Bas van den Eijkhof

Skoðaðu staðsetningu hótelsins

Langar þig að dvelja á rótgrónu ferðamannasvæði? Eða dreymir þig um gistingu í rólegu íbúðarhverfi?

Ef þú hefur komið á áfangastaðinn áður þá er tilvalið að velja hótel sem er í þeim hluta borgarinnar sem þú þekkir ekki nú þegar. 

Vertu með forgangsröðun þína á hreinu

Vertu með það á hreinu hvað þú vilt fá út úr ferðalaginu. Sem dæmi gætir þú fengið lítið herbergi á fimm stjörnu hóteli á sama verði og flotta svítu á fjögurra stjörnu hóteli þar sem morgunmatur er innifalinn. 

Fyrir suma ferðamenn er fimmta stjarnan algjörlega peninganna virði, en fyrir aðra er auka nótt eða ókeypis morgunmatur miklu meira virði. Þess vegna er mikilvægt að skilgreina forgangsröðun þína og velja hótel í samræmi við hana. 

Skoðaði hve miklum pening þú ert tilbúin að eyða

Verð á hótelherbergjum er stöðugt á sveimi, en það getur verið hálfgerð rúlletta að leita uppi besta verðið. Oft er hægt að fá ódýrari hótelgistingu með litlum fyrirvara, en á hinn bóginn gæti það reynst dýrkeypt að bíða of lengi þar sem hótelherbergin gætu selst upp. 

Ef ferðalagið er sveigjanlegt er svo alltaf hægt að hringja í hótelið og spyrjast til um hvenær besti tíminn sé til að bóka. 

Íhugaðu stílinn þinn

Það eru margir ferðalangar sem klikka á þessu. Þegar öllu eru á botninn hvolft skiptir umhverfið okkar heilmiklu máli, en við njótum okkar betur í umhverfi sem okkur líður vel í. Sumir hafa gaman af hótelum sem eru innréttuð á frjálslegan máta eða með staðbundnu yfirbragði, á meðan aðrir kjósa nútímalegri hönnun. 

Ljósmynd/Unsplash/Philippe Dehaye
mbl.is