Ferðaplön fjölda ferðamanna í uppnám

Ferðamenn á Íslandi | 27. febrúar 2023

Ferðaplön fjölda ferðamanna í uppnám

Yfir þúsund símtöl hafa farið í gegnum neyðarnúmer Ferðamálastofu sem sett var upp til að liðsinna hótelgestum sem misst hafa hótelgistinguna sína í Reykjavík vegna yfirstandandi vinnustöðvunar.

Ferðaplön fjölda ferðamanna í uppnám

Ferðamenn á Íslandi | 27. febrúar 2023

Yfir þúsund aðilar hafa haft samband við neyðarnúmer Ferðamálastofu sem …
Yfir þúsund aðilar hafa haft samband við neyðarnúmer Ferðamálastofu sem sett var upp til að liðsinna hótelgestum sem misst hafa hótel gistingu sína. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sé vandann vega raunverulegan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir þúsund símtöl hafa farið í gegnum neyðarnúmer Ferðamálastofu sem sett var upp til að liðsinna hótelgestum sem misst hafa hótelgistinguna sína í Reykjavík vegna yfirstandandi vinnustöðvunar.

Yfir þúsund símtöl hafa farið í gegnum neyðarnúmer Ferðamálastofu sem sett var upp til að liðsinna hótelgestum sem misst hafa hótelgistinguna sína í Reykjavík vegna yfirstandandi vinnustöðvunar.

Að baki þeim er fjöldinn allur af ferðamönnum að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Þetta sýnir það að vandinn er raunverulegur og mun bara halda áfram að vera til vandræða út vikuna eftir því sem þetta ástand stendur. Það mun aukast verulega eftir verkbann skellur á fimmtudaginn. Þá breiðist þetta út um aðra gististaði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Hann segir að enn hafi ekki þurft að opna nein neyðarúrræði fyrir ferðamenn.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Raskar ferðaplönum

Aðspurður segir hann ástandið skapa mikinn vanda fyrir ferðamenn sem komnir eru til landsins.

„Til dæmis að fá afbókun á gistinguna sem það var búið að panta sér og gera ráð fyrir. Svo þurfa þeir að leita sér að annarri gistingu hér á höfuðborgarsvæðinu sem er að stórum hluta uppbókuð. Þá þurfa þeir að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið sem gæti þýdd að öll ferðaplön raskast. Þetta getur búið til alls konar vandamál fyrir fólk.“

Þá segir hann fjölda fólks hafa sleppt því alfarið að ferðast til landsins sökum þess að hafa misst hótel gistinguna sína.

„Það er fjöldinn allur af hópum sem hafa afbókað komu sína á þessum dögum vegna þess. Ég veit um hópa frá Bretlandi til dæmis, um þúsund manns, sem munu ekki koma í þessari viku. Bara það tjón er líklega um hundrað milljónir fyrir viðkomandi fyrirtæki hér sem hefur skipulag ferðarinnar á sínum vegum.“

Síðastliðnar tvær vikur hafa Samtök ferðaþjónustunnar verið í sambandi við ráðuneyti og almannavarnir. Þá hafa samtökin unnið með Ferðamálastofu og viðkomandi hótelum við að samræma viðbrögð og upplýsingagjöf til fólks.

„Það er ýmislegt sem er búið að gera í þessu.“

mbl.is