Frestunin vonbrigði

Kjaradeila Eflingar og SA | 27. febrúar 2023

Frestunin vonbrigði

„Við lögðum mikla áherslu á, og undir það var tekið af hálfu stefndu [ASÍ, SA og íslenska ríkinu], annars vegar að málinu yrði flýtt og hins vegar að það yrði málflutningur um bæði efnis- og formhlið í einu,“ segir Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, í samtali við mbl.is, en mál hennar gegn ASÍ, SA og íslenska ríkinu var tekið fyrir hjá Félagsdómi í dag.

Frestunin vonbrigði

Kjaradeila Eflingar og SA | 27. febrúar 2023

Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, í Félagsdómi í …
Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, í Félagsdómi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við lögðum mikla áherslu á, og undir það var tekið af hálfu stefndu [ASÍ, SA og íslenska ríkinu], annars vegar að málinu yrði flýtt og hins vegar að það yrði málflutningur um bæði efnis- og formhlið í einu,“ segir Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, í samtali við mbl.is, en mál hennar gegn ASÍ, SA og íslenska ríkinu var tekið fyrir hjá Félagsdómi í dag.

„Við lögðum mikla áherslu á, og undir það var tekið af hálfu stefndu [ASÍ, SA og íslenska ríkinu], annars vegar að málinu yrði flýtt og hins vegar að það yrði málflutningur um bæði efnis- og formhlið í einu,“ segir Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður Ólafar Helgu Adolfsdóttur, ritara Eflingar, í samtali við mbl.is, en mál hennar gegn ASÍ, SA og íslenska ríkinu var tekið fyrir hjá Félagsdómi í dag.

Svo sem greint hefur verið frá á mbl.is og víðar stefndi Ólöf framangreindum aðilum vegna miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram í kjaradeilunni og krefst hún þess að kosið verði um tillöguna sem hefur verið ómögulegt þar sem Efling neitaði að afhenda félagaskrá sína sem um leið er kjörskrá.

Lyktaði þinghaldi í dag með því að dómari féllst á að taka frávísunarkröfu ASÍ og ríkisins fyrir. Verður það gert 3. mars og málflutningi því frestað í dag.

Hefði séð fyrir sér styttri frest

„Ég ætla ekkert að fela það að það eru viss vonbrigði, annars vegar að málflutningur fari sérstaklega fram um frávísunarkröfu áður en kemur að umfjöllun um efnishlið málsins, og hins vegar að svo langur frestur sé veittur og raun ber vitni í þessu máli,“ heldur Halldór áfram, „ég hefði séð fyrir mér að fresturinn yrði styttri, sérstaklega þegar dómurinn er að líta til aðstæðna í samfélaginu utan réttarsalarins.“

Telji Halldór eðlilegt að tekið sé tillit til þeirra aðstæðna við ákvörðun frests, „í öllum öðrum málum væri þetta verulega skammur frestur en hann er það ekki í þessu máli. Það gefur auga leið, maður er ekki í neinu félagslegu tómarúmi hérna, að ríkissáttasemjari hefur kallað aðila til fundar og hvort hann leggur fram nýja miðlunartillögu og hvernig aðilar bregðast við þeirri tillögu ræðst meðal annars af þeim atriðum sem eru til umfjöllunar í máli Ólafar Helgu,“ segir lögmaðurinn.

Fresti Félagsdómur málinu svo lengi sem raun ber vitni sé líklegt að hann fái ekkert að tjá sig um það heldur verði búið að leggja fram nýja miðlunartillögu eða setja lög á þær þvingunaraðgerðir sem nú standa yfir eða eru yfirvofandi.

Æskilegt að málið yrði flutt efnislega

Telur hann að dómurinn sé með þessu að forðast að taka afstöðu í málinu?

„Það ætla ég ekki að segja neitt um og eftirlæt öðrum að gera sér það í hugarlund hvað þessir löngu frestir, bæði til að skila greinargerð til dagsins í dag og til að ákveða framhald málsins, og ákveða það með þessum hætti, hafa í för með sér. Það skapar talsverða hættu á því að þetta mál verði aldrei flutt efnislega,“ svarar Halldór.

Hann kveðst telja æskilegt að málið yrði flutt efnislega og dómur fengist í því. „En þó að dómur félli þannig að Ólöf Helga og aðrir félagar í Eflingu hefðu rétt til þess að kjósa um miðlunartillöguna þá felur það ekki endilega í sér skyldu fyrir sáttasemjara til að standa við þessa miðlunartillögu heldur gæti hann eftir að sá dómur er kveðinn upp afturkallað miðlunartillöguna og lagt fram nýja miðlunartillögu. Hann hefur skýra heimild til þess í lögum að leggja fram nýjar miðlunartillögur eins oft og honum sýnist,“ segir Halldór.

Efnislegur dómur í málinu í samræmi við kröfugerð Ólafar feli ekki endilega í sér að miðlunartillagan verði borin undir atkvæði og kosið um hana heldur skýri hún eingöngu rétt Ólafar, framhaldið sé undir sáttasemjara sjálfum komið.

Hefði Félagsdómur fjallað tímanlega um málið og kveðið upp dóm um skyldu til að láta framkvæma atkvæðagreiðsluna, hefði sáttasemjari hugsanlega getað lagt fram nýja tillögu eftir dóminn og væri þá kominn með skýringu frá Félagsdómi og mun skýrara landakort af því sem hann gæti gert.

„Og núna eru alla vega minni líkur á að það gerist,“ segir Halldór Kr. Þorsteinsson að lokum.

mbl.is