Rúmlega 80% fyrirtækja samþykktu verkbann

Kjaradeila Eflingar og SA | 27. febrúar 2023

Rúmlega 80% fyrirtækja samþykktu verkbann

Rúmlega 80% þeirra fyrirtækja, sem greiddu atkvæði um hvort Samtök atvinnulífsins skyldu beita verkbanni, greiddu atkvæði með verkbanninu.

Rúmlega 80% fyrirtækja samþykktu verkbann

Kjaradeila Eflingar og SA | 27. febrúar 2023

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúmlega 80% þeirra fyrirtækja, sem greiddu atkvæði um hvort Samtök atvinnulífsins skyldu beita verkbanni, greiddu atkvæði með verkbanninu.

Rúmlega 80% þeirra fyrirtækja, sem greiddu atkvæði um hvort Samtök atvinnulífsins skyldu beita verkbanni, greiddu atkvæði með verkbanninu.

Þetta kemur fram í auglýsingu samtakanna sem birtist á síðum 6 og 7 í Morgunblaðinu í dag, en mbl.is hafði í síðustu viku falast eftir því við samtökin að fá þetta hlutfall uppgefið.

Var það gert í ljósi þess að einungis var tilkynnt að 94,73% atkvæða hefðu fallið með verkbanni.

Fjöldi atkvæða hjá hverju fyrirtæki

Hvert fyrirtæki hefur yfir að ráða fjölda atkvæða sem ræðst af greiddum félagsgjöldum til Samtaka atvinnulífsins, sem aftur ráðast af launagreiðslum til starfsmanna.

Ljóst er af nýju auglýsingunni að mikill meirihluti fyrirtækja sem greiddu atkvæði styður verkbannið.

„Meirihluti aðildarfyrirtækja eru lítil og meðalstór fyrirtæki. Nýafstaðin atkvæðagreiðsla um verkbann endurspeglar því vilja og einurð breiðs hóps atvinnurekenda af öllum stærðum þvert á atvinnugreinar,“ segir í auglýsingu SA.

Verkbanninu frestað

Fyrr í dag tilkynntu samtökin að þau hefðu frestað, að beiðni ríkissáttasemjara, boðuðu verkbanni fram til 6. mars.

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, hefur boðað til fundar í kjaradeilunni í kvöld.

mbl.is