Ástfangin við Taj Mahal

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. febrúar 2023

Ástfangin við Taj Mahal

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, Mary krónprinsessa, eru um þessar mundir í opinberri heimsókn á Indlandi. Það fer enginn til Indlands án þess að koma við í Taj Mahal og stóðust hjónin ekki mátið og létu smella af sér mynd fyrir framan vinsælasta fermannastað Indlands. 

Ástfangin við Taj Mahal

Kóngafólk í fjölmiðlum | 28. febrúar 2023

Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa á við Taj Mahal.
Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa á við Taj Mahal. AFP

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, Mary krónprinsessa, eru um þessar mundir í opinberri heimsókn á Indlandi. Það fer enginn til Indlands án þess að koma við í Taj Mahal og stóðust hjónin ekki mátið og létu smella af sér mynd fyrir framan vinsælasta fermannastað Indlands. 

Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans, Mary krónprinsessa, eru um þessar mundir í opinberri heimsókn á Indlandi. Það fer enginn til Indlands án þess að koma við í Taj Mahal og stóðust hjónin ekki mátið og létu smella af sér mynd fyrir framan vinsælasta fermannastað Indlands. 

Fram kemur á vef dönsku konungshallarinnar að heimsókn hjónanna standi yfir frá 26. febrúar til 1. mars. Prinsinn og prinsessan eru í landinu ásamt fríðu föruneyti en grænir orkugjafar er aðalmálefni ferðarinnar. Friðrik hefur greinilega mikinn áhuga á umhverfisvænum orkugjöfum. Hann var einmitt staddur hér á landi árið 2021 og kynnti sér þá starfsemi Hellisheiðarvirkjun.

Í þetta skiptið er hins vegar hin ástralska Mary með í för en Mary og Friðrik gengu í hjónaband árið 2004. Þau kynntust á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Þau hafa greinilega engu gleym og enn jafn ástfangin.  

Mary og Friðrik.
Mary og Friðrik. AFP
mbl.is