Fasteignaverð muni hækka enn

Húsnæðismarkaðurinn | 28. febrúar 2023

Fasteignaverð muni hækka enn

„Menn eru að setja lok á pott sem er sjóðandi og það er bara spurning um tíma hvenær það fer af. Því að fólkinu hefur ekki fækkað. Því fjölgar og þörfin er til staðar, þ.e. eftirspurnin, og þá mun bara verðið hækka þegar þar að kemur.“ Þetta segir Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri, en hann er gestur Dagmála ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

Fasteignaverð muni hækka enn

Húsnæðismarkaðurinn | 28. febrúar 2023

Runólfur Ágústsson í Dagmálum.
Runólfur Ágústsson í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

„Menn eru að setja lok á pott sem er sjóðandi og það er bara spurning um tíma hvenær það fer af. Því að fólkinu hefur ekki fækkað. Því fjölgar og þörfin er til staðar, þ.e. eftirspurnin, og þá mun bara verðið hækka þegar þar að kemur.“ Þetta segir Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri, en hann er gestur Dagmála ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

„Menn eru að setja lok á pott sem er sjóðandi og það er bara spurning um tíma hvenær það fer af. Því að fólkinu hefur ekki fækkað. Því fjölgar og þörfin er til staðar, þ.e. eftirspurnin, og þá mun bara verðið hækka þegar þar að kemur.“ Þetta segir Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri, en hann er gestur Dagmála ásamt Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðingi Íslandsbanka.

Segir Runólfur fátt geta komið í veg fyrir að fasteignaverð taki að hækka verulega innan 12 til 18 mánaða þar sem þær aðgerðir sem Seðlabankinn hefur nú gripið til til að kæla fasteignamarkaðinn muni ekki aðeins hafa alvarlegar afleiðingar á eftirspurnarhliðinni heldur einnig hvað viðkemur framboði á komandi misserum. Seðlabankinn hafi „þrengt verulega að bönkunum þannig að það má segja að ný lán bankanna til nýrra íbúðaverkefna á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. hafi nánast þornað upp. Menn eru að vinna með gildandi lánalínur, gildandi lánsloforð, en það eru afskaplega fá ný verkefni að fara af stað.“

Frá vinstri: Jón Bjarki Bentsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Runólfur Ágústsson …
Frá vinstri: Jón Bjarki Bentsson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Runólfur Ágústsson í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

Þarf að grípa til aðgerða

Jón Bjarki bendir á að Seðlabankinn hafi nær upp á sitt eindæmi tekið að sér að stemma stigu við verðbólgunni og þær aðgerðir sem hann hafi gripið til komi hart niður á því fólki sem höllustum fæti standi. Þar þurfi stjórnvöld, ríki og sveitarfélög að grípa inn í. Það verði hins vegar vandasamt þar sem þau megi við núverandi aðstæður ekki auka útgjöld sín. Slíkt muni auka enn á vandann.

Í viðtalinu segir Guðrún einsýnt að ríkisvaldið þurfi að grípa til aðgerða til að bæta stöðu hinna verst settu í samfélaginu. Með sama hætti hljóti að blasa við að ríkisvaldið muni blanda sér í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is