Finnar girða fyrir Rússa

Rússland | 28. febrúar 2023

Finnar girða fyrir Rússa

Finnar hafa nú hafist handa við að reisa 200 kílómetra langa girðingu á landamærum sínum gagnvart Rússlandi til að fyrirbyggja alla óæskilega umferð frá Rússlandi en þeir óttast að rússnesk stjórnvöld nýti sér farendur, sem leita yfir landamærin frá Rússlandi, í pólitískum tilgangi.

Finnar girða fyrir Rússa

Rússland | 28. febrúar 2023

Juho Pellinen landamæravörður staddur hjá núverandi girðingu nærri Pelkola-landamærahliðinu í …
Juho Pellinen landamæravörður staddur hjá núverandi girðingu nærri Pelkola-landamærahliðinu í nóvember í fyrra en henni er einkum ætlað að hindra för búpenings milli landanna. Hyggjast Finnar nú gera bragarbót á. AFP/Alessandro Rampazzo

Finnar hafa nú hafist handa við að reisa 200 kílómetra langa girðingu á landamærum sínum gagnvart Rússlandi til að fyrirbyggja alla óæskilega umferð frá Rússlandi en þeir óttast að rússnesk stjórnvöld nýti sér farendur, sem leita yfir landamærin frá Rússlandi, í pólitískum tilgangi.

Finnar hafa nú hafist handa við að reisa 200 kílómetra langa girðingu á landamærum sínum gagnvart Rússlandi til að fyrirbyggja alla óæskilega umferð frá Rússlandi en þeir óttast að rússnesk stjórnvöld nýti sér farendur, sem leita yfir landamærin frá Rússlandi, í pólitískum tilgangi.

Að sögn landamæraeftirlitsstofnunar Finnlands hófst vinnan við að ryðja markir í dag og gera áætlanir ráð fyrir að breytingar á vegakerfi og sjálf girðingarvinnan hefjist í mars. Fyrsti áfangi girðingarinnar er þó ekki nema dropi í hafið, þrír kílómetrar af 200, sem gert er ráð fyrir að ljúka við í júní. Næstu 70 kílómetrarnir rísa svo árabilið 2023 til 2025 og liggur sá hluti að mestu um Suðaustur-Finnland.

Myndavélar, ljóskastarar og hátalarar

Sú heildarlengd girðingarinnar sem áætluð er nær þó ekki yfir nema lítinn hluta landamæranna við Rússland sem alls eru 1.300 kílómetra löng. Er kostnaður við verkið áætlaður 380 milljónir evra, upphæð sem svarar til tæpra 58 milljarða íslenskra króna, en girðingin verður rúmlega þriggja metra há með gaddavír efst auk þess sem eftirlitsmyndavélar með nætursýn, ljóskastarar og hátalarar verða á svæðum þar sem sérstök hætta er talin á að reynt verði að komast yfir landamærin.

Girðingarvinnan fer fram í skjóli nýrra laga sem sett voru samhliða því er þarlend stjórnvöld sóttu um aðild að Atlantshafsbandalaginu NATO í fyrra. Þrátt fyrir að núverandi girðing, lág vírgirðing með timburstaurum, sem einkum er ætlað að fyrirbyggja för búpenings milli landanna, hafi skilað sínu fram til þessa sagði Jari Tolppanen hershöfðingi AFP-fréttastofunni í nóvember að stríðið í Úkraínu hefði haft í för með sér grundvallarbreytingar.

Önnur ríki einnig á varðbergi

Væri nýja girðingin bráð nauðsyn til að koma í veg fyrir fjölda ólöglegra innflytjenda frá Rússlandi en í september þustu Rússar að landamærunum á flótta eftir að Vladimír Pútín forseti gaf út herkvaðningu sína sem skyldaði rússneska borgara til að berjast í Úkraínu væri eftir því falast.

Nágrannaríkin Eistland, Lettland og Pólland hafa enn fremur annaðhvort þegar aukið öryggisgæslu við landamæri sín gagnvart Rússlandi eða hafa áætlanir um það á prjónunum.

ABC News

Al Arabiya

France 24

mbl.is