Fundi lokið – lyktir óljósar

Kjaradeila Eflingar og SA | 28. febrúar 2023

Fundi lokið – lyktir óljósar

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá settum ríkissáttasemjara í kjaradeilunni er lokið, að því er virðist án lykta. Fundargestir vörðust allra frétta og báru við fjölmiðlabanni sáttasemjara.

Fundi lokið – lyktir óljósar

Kjaradeila Eflingar og SA | 28. febrúar 2023

Sólveig Anna og Eflingarliðar á leið til fundar fyrr í …
Sólveig Anna og Eflingarliðar á leið til fundar fyrr í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá settum ríkissáttasemjara í kjaradeilunni er lokið, að því er virðist án lykta. Fundargestir vörðust allra frétta og báru við fjölmiðlabanni sáttasemjara.

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá settum ríkissáttasemjara í kjaradeilunni er lokið, að því er virðist án lykta. Fundargestir vörðust allra frétta og báru við fjölmiðlabanni sáttasemjara.

Fundurinn hófst klukkan átta í kvöld og stóð fram yfir miðnætti. Um klukkan kortér yfir tólf lauk fundinum og héldu fulltrúar deiluaðila til síns heima, en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, lagðist undir feld.

Slit eða miðlunartillaga?

Um framhaldið er ómögulegt að segja. Telji settur ríkissáttasemjari einhver samningsflöt vera eftir gæti hann boðað til nýs fundar á morgun, þriðjudag, en í ljósi orða deiluaðila fyrir fundinn um að þar væri úrslitastund upp runnin, verður það að teljast veik von.

Þá á settur ríkissáttasemjari tvo kosti, að slíta viðræðunum og bíða þess sem verða vill eða að leggja fram nýja miðlunartillögu. Út hefur kvisast síðustu daga að hann hafi slíka tillögu í smíðum, þó ekkert sé um efni hennar vitað.

Uppfært:

mbl.is