Björt Ólafsdóttir fyrrverandi ráðherra Bjartrar framtíðar hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan hún hætti á þingi. Nú ætlar hún að byggja blokk við Frakkastíg.
Björt Ólafsdóttir fyrrverandi ráðherra Bjartrar framtíðar hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan hún hætti á þingi. Nú ætlar hún að byggja blokk við Frakkastíg.
Björt Ólafsdóttir fyrrverandi ráðherra Bjartrar framtíðar hefur ekki setið aðgerðarlaus síðan hún hætti á þingi. Nú ætlar hún að byggja blokk við Frakkastíg.
Björt, sem var umhverfisráðherra, setti af stað fyrirtækið IÐU ásamt Brynhildi S. Björnsdóttur. Björt er framkvæmdastjóri félagsins en Brynhildur er viðskipta-og þróunarstjóri fyrirtækisins.
„Við í IÐU gengum á dögunum frá hlutafjáraukningu og fengum með okkur öfluga fjárfesta til að hleypa af stokkunum því áhugaverða, en auðvitað krefjandi verkefni, að hanna og byggja fjölbýlishús á Frakkastíg 1 sem unnið verður eftir aðferðum hringrásarhagkerfisins,“ segir Björt á Facebook-síðu sinni.
Hún segir að mannvirkjageirinn á heimsvísu sé ábyrgur fyrir 40% losunar og það velti mikið á að breyta því. Hún fullyrðir að þeirra hús muni losa 50% minna en viðmiðunarhús.
„Eitt skref í því er að huga að byggingarefnunum og vera ekki sífellt að henda dýrmætum auðlindum, heldur upphanna og skapa nýtt. Samhliða uppbyggingunni á Frakkastíg erum við í IÐU að vinna að einmitt því fyrir geirann í heild sinni og fengum fyrir það styrk úr ASKI Mannvirkjasjóði á dögunum. Þetta verkefni og þessi vinna síðastliðin tvö á hjá okkur hefur verið skemmtileg- og auðvitað líka mjög krefjandi,“ segir Björt.
Danska arkitektastofan Lendager með Arnhildi Pálmadóttur arkitekt innanborðs teiknaði húsið.